Fréttatilkynning um roðagyllingu heimsins!

25. nóvember er dagurinn sem Sameinuðu þjóðirnar völdu til að varpa ljósi á að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem kemur upp í öllum samfélögum og menningarheimum.  Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á milljónir kvenna. Vitundarvakningin stendur yfir í 16 daga, fram að mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10. desember.
Soroptimistar um allan heim leggja lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi, helst með því að fræða konur um alvarleika og birtingarmyndir kynbundins ofbeldis en einnig að vekja samfélög til meðvitundar um þetta vandamál með því að roðagylla heiminn, #orangetheworld.
Soroptimistar á Íslandi eru um 600 talsins, konur um allt land í 19 klúbbum og eru a.m.k. 14 þeirra með einhvers konar vakningu þessa daga. Blásið er til viðburða víða á landinu á morgun, 25. nóvember sem leiddir eru af Soroptimistum. Ljósagöngur farnar víða, kirkjur og byggingar lýstar upp í roðagylltum lit, fyrirlestrar og samkomur ýmisskonar. Allt til þess að auka vitneskju fólks um allskonar birtingamyndir kynbundins ofbeldis gegn konum og stúlkum.

Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, afhendir Kvennaathvarfinu 10. desember nk. peningagjöf, 2,0 milljónir króna frá Soroptimistum á Íslandi, til byggingar 16 íbúða húss fyrir konur sem eru á leið úr neyðarathvarfinu á meðan þær fóta sig að nýju og geta búið þar í allt að þrjú ár.

Hægt er að sjá verkefni ólíkra klúbba á landinu  hér.

Staðreyndir um ofbeldi gegn konum:

  • 35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi á lífsleiðinni. Á sumum svæðum
    allt að 7 af hverjum 10 konum.
  • Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað
  • Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri
  • 250 milljónir kvenna í dag voru giftar áður en þær urðu 15 ára
  • 200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi

Gagnlegir linkar til að ná í ítarefni:
http://www.humanrights.is/is/servefir/althjodlegt-16-daga-atak-gegn-kynbundnuofbeldi
https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/kynferdisleg-og-kynbundin-areitni/hvad-erkynbundid-ofbeldi
https://www.althingi.is/altext/149/s/0550.html


Allar nánari upplýsingar veitir undirrituð
Fyrir hönd Soroptimsta á Íslandi
María Björk Ingvadóttir sími : 6604680
Boðunarkona Soroptimista á Íslandi

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu