Soroptimistasamband Íslands hefur lagt Kvennaathvarfinu lið á ýmsan hátt. Bein fjárframlög úr verkefnasjóði, framlög frá einstökum klúbbum og fjáraflanir sem fram hafa farið á sameiginlegum fundum systra.
Á myndinni má sjá systur úr Austurlandi ásamt starfsmanni Kvennaathvarfsins, þegar systur að austan afhentu afrakstur happdrættis sem fór fram á Haustfundi 2018. Þar söfnuðust 450 þús. og fór upphæðin óskipt í þetta góða málefni.