Skip to main content

Verkefni SIÍ

Roðagyllum heiminn

Á hverju ári standa Soroptimistar fyrir átaki gegn kynbundnu ofbeldi.  Hér á landi höfum við kosið að kalla það "Roðagyllum heiminn" (e. Orange the World).

Mismunandi áherslur eru milli ára - síðast var slagorðið "Þekktu rauðu ljósin" með áherslu á fræðslu og útskýringar, auk frásagna frá þolendum.

Kvennaathvarfið

Soroptimistasamband Íslands hefur lagt Kvennaathvarfinu lið á ýmsan hátt.  Bein fjárframlög úr verkefnasjóði, framlög frá einstökum klúbbum og fjáraflanir sem fram hafa farið á sameiginlegum fundum systra. 

Á myndinni má sjá systur úr Austurlandi ásamt starfsmanni Kvennaathvarfsins, þegar systur að austan afhentu afrakstur happdrættis sem fór fram á Haustfundi 2018.  Þar söfnuðust 450 þús. og fór upphæðin óskipt í þetta góða málefni.

Umhverfisverkefni

Verndun umhverfis og náttúru er viðfangsefni margra klúbba og styður sambandið þau heils hugar.  Sem dæmi fara Snæfellsnessystur reglulega á Búðir í hreinsunarferðir og Heiðmerkurreiturinn er sameiginlegt verkefni systra á SV-horninu.

Valdefling kvenna

Verkefni sem lúta að menntun og valdeflingu kvenna eru áberandi í starfi sambandsins.  Má þar nefna verkefni Kópavogsklúbbs, sem lýtur að því að hjálpa ungum mæðrum að mennta sig og skapa sér og börnum sínum betra líf.  Sjálfstyrking ungra stúlkna er á verkefnalista margra klúbba og einnig aðstoð við konur af erlendum uppruna og fleira í þeim dúr.

Heilsa og velferð

Víða eru í gangi verkefni til stuðnings konum og börnum.  Fjármögnun á aðstöðu fyrir fatlaða, bókagjafir til verðandi foreldra, aðstoð við fatlaða einstaklinga og tækjagjafir til kvenna- og fæðingardeilda eru dæmi um slíkt.