Ákall Alþjóðaforseta Soroptimista Sharon Ficher, um Vegferð til jafnréttis eða The Road to Equality – miðast við stefnumótun sem sérstaklega beinist að því að taka þátt í og leiðbeina í málum sem snerta konur og stúlkur, þ. á m. barnahjónabönd, umskurður kvenna, kynferðisofbeldi, réttindi eldri kvenna, búferlaflutningar og mansal. Þetta felur í sér samtvinnun verkefna, samhliða fræðslu til að auka vitund og vekja áhuga Soroptimista og vina þeirra með umræðum, vefritum, aðgangi að verkfærum, staðreyndum og sögum. Með þessum hætti mun hvert og eitt okkar auka getu okkar til að vera alheimsrödd kvenna á ferð okkar í átt að jafnrétti kynjanna. Efnisatriðin og síðurnar sem fylgja í hlekknum hér að neðan munu þróast og vaxa með tímanum - leitaðu að nýjum síðum sem eru tileinkaðar því að binda enda á heimilisofbeldi, fólksflutninga og mansal.
Smellið hér til fyrir nánari upplýsingar