Skip to main content

Verkefni SI og SIE

Opnum gátt til bjartrar framtíðar

Ákall alþjóðaforseta Soroptimista, 2021 – 2023, Maureen Maguire, nefnist Opnum gátt til bjartrar framtíðar eða Opening doors to a bright future. Markmiðið er að auka menntun stúlkna og kvenna í jaðarsettum samfélögum, þeim og samfélögum þeirra til góðs. Ákallið undirstrikar áherslu Soroptimista á menntun alla ævi og hin miklu áhrif og mikilvægi menntunar í að knýja fram sjálfbæra þróun, frið og jafnrétti. Fjárfesting í menntun stúlkna skilar miklum arði, rýfur hringrás fátæktar og stuðlar að hagvexti. Menntun eflir konur, stúlkur og samfélög þeirra, eykur færni og þekkingu á sama tíma og hún eykur sjálfstraust. Þannig er konum og stúlkum gert kleift að taka upplýstar ákvarðanir sem hafa áhrif á velferð, heilsu, þátttöku í samfélaginu og aukin lífsgæði. „Menntun er tæki til að takast á við margar hindranir sem konur og stúlkur standa frammi fyrir í dag“.

Smellið hér til fyrir nánari upplýsingar


Vitund, málsvörn og aðgerðir gegn ofbeldi á konum og stúlkum

Ákall Alþjóðaforseta Soroptimista Sharon Ficher, um Vegferð til jafnréttis eða The Road to Equality  – miðast við stefnumótun sem sérstaklega beinist að því að taka þátt í og leiðbeina í málum sem snerta konur og stúlkur,  þ. á m. barnahjónabönd, umskurður kvenna, kynferðisofbeldi, réttindi eldri kvenna, búferlaflutningar og mansal. Þetta felur í sér samtvinnun verkefna, samhliða fræðslu til að auka vitund og vekja áhuga Soroptimista og vina þeirra með umræðum, vefritum, aðgangi að verkfærum, staðreyndum og sögum. Með þessum hætti mun hvert og eitt okkar auka getu okkar til að vera alheimsrödd kvenna á ferð okkar í átt að jafnrétti kynjanna. Efnisatriðin og síðurnar sem fylgja í hlekknum hér að neðan munu þróast og vaxa með tímanum -  leitaðu að nýjum síðum sem eru tileinkaðar því að binda enda á heimilisofbeldi, fólksflutninga og mansal.

Smellið hér til fyrir nánari upplýsingar


Vatnsverkefni

Alþjóðaforseti Soroptimista stendur fyrir verkefni sem nefnist Konur, vatn og forysta eða Women, Water and Leadership. Soroptimistar á Íslandi, bæði klúbbar og einstaklingar, voru hvattir til að leggja hönd á plóginn og leggja aukalega til verkefnisins. Ríflega 900 þús. kr. söfnuðust og var framlagið afhent Hafdísi Karlsdóttur sem er aðstoðarverkefnastjóri alþjóðasambands Soroptimista.

Forseti alþjóðasambandsins ákveður hvert afrakstur framlaga rennur og eru þrjú verkefni í gangi nú þegar: Mwihoko-konur í Keníu, WeWash í Búlgaríu og Hreint vatn fyrir dreifbýlið í Malasíu. Einnig er undirbúningur hafinn við fjórða verkefnið en það verður í Sulawesi í Indónesíu og er uppbygging eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem urðu þar í lok september 2018.