Skip to main content

Landsátak Soroptimista #roðagyllum heiminn# # soroptimistar segja NEI við ofbeldi#

stop 04 Soroptimistaklúbbur Akraness hefur ritað bréf til fjölda fyrirtækja og stofnana í bænum og hvatt þau til að roðagylla byggingar sínar.

 

AK 01Soroptimistar á Akureyri halda vakningu 25. nóvember í Akureyrarkirkju  kl. 18.-19 eftir að hafa gengið með roðagyllta kyndla frá Hofi, upplýstu í roðagylltu. Formenn beggja klúbba,  Soroptimista og Zonta  ávarpa samkomuna, ásamt Jafnréttisstýru og  fulltrúa frá Aflinu.  Soroptimistar ætla að selja roðagyllta trefla frá Prjónastofu Akureyrar til styrktar Aflinu.

Hægt er að panta þessa trefla frá Prjónastofunni ef fleiri vilja á góðu verði. Til í enn dekkri roðagylltum lit.

46736137 10156982574577652 1731561372992405504 nSoroptimistar á Austurlandi verða með ljósagöngu frá Egilsstaðakirkju kl. 17.00 á mánudag og á sunnudag afhenda þær dreifibréf og mandarínur við matvöruverslanir, líkt og tvö síðustu ár.

 

 

rg arb

 Árbæjarsystur mættu í appelsínugulu á fund og tóku hópmynd. Þær munu einnig selja appelsínugular rósir í tilefni af átakinu.

 

 Bakka- og Seljaklúbbur stendur fyrir appelsínugulum basar í Mjóddinni fimmtudaginn 28. nóvember og rennur allur ágóði til Kvennaathvarfsins.

rg grafGrafarvogsklúbbur lét ekki sitt eftir liggja.

 

 

Soroptimistaklúbbur Húsavíkur verður með göngu frá roðagylltri Húsavíkurkirkju kl. 18.00 þann 25. nóvember þaðan sem gengið verður upp í Skrúðgarð þar sem verða ávörp og tónlist.

orange 019Keflavíkurklúbbur hefur sent fyrirtækjum og stofnunum áskorun um að roðagylla húsnæðið að utan. Þær voru með appelsínugult þema á fundi og voru í viðtali hjá Víkurfréttum/ Hringbraut.

 

 

 RG kopKópavogssystur vöktu athygli sinna systra á átakinu með því að mæta á fund í appelsínugulum litum.

 

 

 Soroptimistar í Mosfellssveit munu lýsa upp kirkjur bæjarins og stefna að því að auka fræðslu, m.a. í skólum bæjarins, um kynbundið ofbeldi.

Ásta Snorradóttir, lektor við Háskóla Íslands og systir í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur, ætlar að kynna nýja rannsókn sem hún hefur unnið að og tengist beint átakinu Roðagyllum heiminn. Í rannsókninni var kannað meðal þjóðarinnar algengi og eðli eineltis, kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar áreitni á vinnustöðum.

Seltjarnarnesklúbbur kynnti átakið á samkomu 11. nóvember og fjölluðu um verkefnið, markmið  þess og hvernig er hægt að standa að því svo það festist í sessi. Þær útbjuggu skraut úr appelsínugulum munnþurrkum til að leggja áherslu á táknrænan lit verkefnisins.

Systur í Skagafjarðarklúbbi hafa vakið athygli á átakinu með fréttatilkynningu, auglýsingum og veggspjöldum sem þær dreifa á vinnustaði.

Suðurlandsklúbbur skipuleggur opinn fund á Selfossi þann 28. nóvember til að vekja athygli á baráttu gegn ofbeldi. Einnig munu þær klæðast appelsínugulum fötum meðan á átakinu stendur og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

 Soroptimistasamband Evrópu hefur síðan 2009 beðið borgir að lýsa upp aðalbyggingar sínar með appelsínugulum, roðagylltum lit.  

Með þessu móti viljum við vekja athygli á ofbeldi gegn konum.

Átakið mun vekja enn frekari athygli á Soroptimistum í heiminum og erum við hvattar til að ganga með næluna, merkið okkar, ræða við vini, fjölskyldu, vinnufélaga og aðra um hvað Soroptimistar standa fyrir og hversvegna það er mikilvægt að stöðva kynbundið ofbeldi.

Gagnlegar upplýsingar/ Staðreyndir um ofbeldi gegn konum:

35 prósent allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum allt að 7 af hverjum 10 konum.¥ Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað¥ Allt að 50 prósent alls kynferðisofbeldis á sér stað gagnvart stúlkum undir 16 ára aldri250 milljónir ¥ kvenna í dag voru giftar áður en þær voru 15 ára200 milljónir ¥ kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi25. nóvember er dagurinn sem á að draga fram ofbeldi gegn konum sem alþjóðlegt vandamál sem kemur upp í öllum samfélögum og menningarheimum. Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á milljónir kvenna.

Gagnlegir linkar til að ná í ítarefni:

http://www.humanrights.is/is/servefir/althjodlegt-16-daga-atak-gegn-kynbundnu-ofbeldi

https://www.kvennaathvarf.is/ur-moppum/

http://www.mosfellsbaer.is/library/Skrar/.pdf-skjol/Jafnrettismal/Kvennaathvarf.pdf

https://www.jafnretti.is/is/vinnumarkadur/kynferdisleg-og-kynbundin-areitni/hvad-er-kynbundid-ofbeldi

http://www.humanrights.is/is/mannrettindi-og-island/mannrettindi-akvedinna-hopa/konur/kynbundid-ofbeldi

https://www.althingi.is/altext/149/s/0550.html