Skip to main content

Frá forseta SIE - Júní 2020

Kæru Soroptimistar,  

Um þessar mundir er verið að slaka hægt og rólega á takmörkunum vegna COVID-19.

Okkur fýsir allar að fara úr húsi, hitta annað fólk, fá okkur kaffi með vinum; sumar þessara ánægjustunda eru nú leyfðar, en ekki myndun stórra hópa, svo eftir standa stafræn samskipti.

Nærri allar, jafnvel hörðustu andstæðingar, hafa lært að nota samskiptaforrit, og þá í því augnamiði að vera í sambandi við fjölskyldu og vini. Sýndarfélagsskapur, sem þótti svo fjarlægur og óraunverulegur, varð með því bæði nálægur og notadrjúgur. 

Ungum konum er vefurinn náttúrulegt umhverfi þar sem þær hafa dagleg samskipti.

Með þessa staðreynd í huga þá er brýnt að stofna e-klúbba (rafræn samskipti). Þar eð ekki enn hefur verið kosið um nýju stjórnarskrána, og ekki vitað hvenær fyrsta tækifæri gefst til að kjósa, verðum við að notast við stjórnarskrár klúbba á þeim grunni að fundur á vef er fundur, og skiptir þá engu hvar og hvenær hann er haldinn. Stjórn SIE vinnur nú að tímabundinni lausn.

Ég legg hart að ykkur að hvetja ungar konur, sem líklegri eru til að búa yfir tilskilinni tæknileikni, að hefja stofnun e-klúbba, - með því á ég við að setja á fót netklúbba, með stjórn og félagsgjöldum.   

Jafnframt verður þörf fyrir fundi á netinu fyrir félagssystur sem ekki eru e-klúbba-félagar, en þetta yrði mikil viðbót og sveigjanleiki í fundahaldi, en hald mitt er að netfundir breyti um síðir klúbbi í e-klúbb!

Að lokum þakka ég af alhug systrum sem boða, safna í sjóði og hjálpa bágstöddum.

Ég er stolt að vera Soroptimisti!

Þýtt af Ragnhildi Bragadóttur, upplýsingafulltrúa SIÍ