Skip to main content

Ávarp Önnu Wszelaczyńska forseta SIE – Mars 2021

Kæru Soroptimista-systur,

Mars mánuður hófst með Alþjóðlegum degi kvenna (IWD). Systur fylktu stoltar liði, bæði á neti og hófu jafnframt að senda SI CSW65-yfirlýsinguna ásamt bréfi okkar til höfuðhagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Ég nam áhrifin sem systur höfðu; að sjá veggspjöld og myndbönd um víða völlu á samfélagsmiðlum á IWD-fundinum, sýnir að þegar við stöndum saman heyrist rödd okkar um víða veröld.

Að loknum þessum degi þar sem hnattræn málefni voru til umræðu, beindum við athygli að mánudeginum 15. mars og með þeim degi hófum við 65. fund Nefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna (CSW65) í New York. Þema þessa árs varpar ljósi á stöðu kvenna á opinberum vettvangi og sem leiðtogar. Þessi viðburður er gríðarlegt tækifæri til að fræðast um fjölda borgarasamtaka og ríkisstjórna sem starfa á þessu sviði. Þetta er einnig hvatning fyrir verkefni og kynningarherferðir þar eð allir formlegir fundir fara fram á neti. Fylgist endilega með á vettvangi samfélagsmiðla Evrópusambands Soroptimista til að fá frekari upplýsingar.

Ég vona að þær sem voru með 17. febrúar sl. hafi notið kynningar og fræðslu SIE fulltrúa okkar hjá alþjóðlegum samtökum og byggingu rammaverks um kynferði, Vettvangur evrópskra kvenna (EWL), Evrópuráðið (CoE) og Samtök um öryggi og samvinnu í Evrópu (OSCE) – afar áhugavert! Þegar þessum fundi lauk, tóku verkefnastjórar og aðstoðarverkefnastjórar þátt í fundi með verkefnateymi, að miklum hluta gagnlegur fundur helgaður spurningum og svörum. Þriðji fundurinn var kynning á æfingakennslu, myndbönd og efnisveitur, allt til reiðu á Member Area/Extranet. Ég hvet eindregið allar að horfa á þessi myndbönd og fyllast eldmóði og verða Mentor; sem fagmenntaðar konur, höfum við svo margt að færa fram, og þetta er verulega gefandi starf. Er ég horfi til aprílmánaðar, vona ég að þið takið þátt í tveimur fundum fram undan um samskipti og um leiðtoga. Öllum systrum er velkomið að taka þátt í þessum Zoom vefspjallsfundum. Verið í viðbragðsstöðu á samfélagsmiðlum okkar um frekari upplýsingar og einstök atriði, sem birtast munu bráðlega!   

Þangað til óska ég öllum systrum þess, að páskarnir verði þeim hættulausir og heilsusamlegir.

Með vinarkveðju,

Anna

Þýðing og endursögn: Ragnhildur Bragadóttir, upplýsingafulltrúi SIÍ