Skip to main content

The Link News Bulletin – mars 2019

Farsæll fundur Soroptimista á CSW63 (Nefnd um stöðu kvenna, 63. fundur)

Í mars sl. tók fulltrúanefnd SIE þátt í 63. Nefndafundi um stöðu kvenna. Um tuttugu systur hvaðanæva úr samtökunum sóttu fundinn, og leiddu hópinn Renata Trottmann Probst, forseti, og Elizabeth Otieno Nyadwe, varaforseti. Soroptimistarnir sóttu fjölda funda. https://www.soroptimistinternational.org/csw63-written-statement/

Kennsla, handhæg leið til að deila þekkingu, færni og gildum

Kennslulið undir stjórn varaforseta SIE, Verenu von Tresckow-Bronke, hafa lagt mikið af mörkum til að gera aðkomu að kennslu þægilega úr garði innan SIE. Kennsluhandbókin ásamt viðbótarefni er nú handbær á vef Evrópusamtakanna. Sjá nánar http://www.soroptimisteurope.org/mentoring-a-great-way-to-share-knowledge-skills-and-values/

Alþjóðadagur kvenna 2019

„Að hlutgera konur – á burt með staðlaðar ímyndir og ofurkynlífsvæðingu kvenna og telpna“ var efni atburðar sem haldinn var í hinum fagra gotneska samkomusal Ráðhúss Brussels þann 8. mars sl. http://www.soroptimisteurope.org/european-womens-lobby-city-of-brussels-and-isala-asbl-host-event-to-mark-international-womens-day-2019/

Kennslustundir í saumaskap fyrir flóttakonur

Þema: Valdefling kvenna
Að vera á leið um útlönd með ókunna menningu og lífstíl er gjarnan erfitt flóttafólki. Soroptimistar í Hollandi höndla vandann með því að hafa beint samband við flóttafólk það sem kemur til lands þeirra. Þær bjóða fram áhugaverð verkefni og starfsreynslu. http://www.soroptimisteurope.org/project-of-the-month-sewing-classes-for-refuge-women/

Útbreiðsla boðskapar innan SIE gengur afar vel

Tvö vefnámskeið hafa verið haldin um dreifingu á boðskap/málefnum Soroptomista; sá fyrri gaf yfirlit hvað dreifing boðskapar merkir fyrir samtök okkar og hitt gaf upplýsingar um hvernig skyldi haga útrás boðunarinnar; nú er kominn tími til að SIE boðunarteymið hitti nýkjörna stjórnendur (þær sem samhæfa aðgerðir) Boðunar málefna samtakanna (Union Advocacy). http://www.soroptimisteurope.org/advocacy-within-sie-makes-big-progress/