Dagur Soroptimista
Dagur Soroptimista er 10. desember sem jafnframt er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Síðustu 16 daga hafa Sorptimistar um víða veröld roðagyllt heiminn til þess að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi gagnvart konum og stúlkum. Vitundarvakningin hefur aukið skilning almennings á þessum mannréttindabrotum en hún hefur einnig aukið samstöðu Soroptimista innan klúbba, á landsvísu og á alþjóðlegum vettvangi. Við skulum halda vöku okkar áfram og sýna í verki að Soroptimistar segja NEI við ofbeldi.