Skip to main content

Hafdís Karlsdóttir - Upplýsingaveita systra

Gleðilegt nýtt ár Soroptimistar!Enskur texti

Nýtt ár er runnið upp með nýjum fyrirheitum um að skapa farsælt líf kvenna og stúlkna í heiminum! Soroptimistar einbeita sér að því að uppræta kerfislægan ójöfnuð og kynbundið ofbeldi. Með frumkvæði svo sem að skapa öryggi, bjóða námsstyrki og leiðtoganámskeið höfum við lagt grunn að áhrifum kvenna og stúlkna sem fara vaxandi.

Árið 2025 setja Soroptimistar sér metnaðarfull markmið, að útrýma ofbeldi og keppa að jafnrétti kynja með áþreifanlegum hætti og sjálfbærum aðferðum. Að þessum markmiðum verður stefnt með nokkrum lykil aðferðum:

Aðgerðir (e. Action), boðun (e. Advocacy) og vitund (e. Awareness): Með því að brýna raustina, ýta á eftir lagalegum endurbótum og auka vitund um heimilisofbeldi, mansal og kynjamismunun. Soroptimistar munu halda áfram að nýta sér tæki svo sem Istanbul samninginn og vera talskonur og málsvarar í lykil stofnunum.

Menntun (e. Education) og valdefling (e. Empowerment): Menntun er eitt beittasta breytingartækið. Soroptimistar eru staðráðnir í að útbreiða áætlanir sem veita konum aðgengi að auðlindum, þjálfun og tækifærum. Soroptimistar halda áfram að stækka verkefni sem veita konum aðgang að úrræðum, þjálfun og tækifærum. Þetta innifelur námsstyrki, leiðtogasmiðjur og leiðsögn til að rjúfa vítahring fátæktar og ósjálfstæðis.

Samfélagslegt samstarf (e. Community Partnerships): Samvinna er lykillinn í því að ná varanlegum áhrifum.  Með samstarfi við staðbundin samtök, ríkisstjórnir og fleiri hagsmunaaðila, leitast Soroptimistar við að styrkja stuðningsnet kvenna og auka slagkraft í nafni fjöldans.

Þátttaka ungs fólks (e. Youth Engagement):  Til að tryggja langtíma áhrif, einbeita samtökin sér í auknum mæli að ungu kynslóðinni. Áætlanir sem miða að menntun og valdeflingu stúlkna, sem og að  að virkja unga menn sem bandamenn, verða mikilvægar í að móta félagsleg viðhorf gagnvart kynjajafnrétti.

Þegar litið er til fyrri árangurs, einkennnist vegferð okkar af þrautseigju og vexti. Þó að kerfislægt misrétti, menningarlegar hindranir og rótgróin kynjaviðhorf séu áfram áskorun, er staðfesta okkar til að yfirstíga þær sterkari en nokkru sinni fyrr.

Allir hafa hlutverk hvort sem er með; sjálfboðavinnu, fjáröflun eða einfaldlega með því að vekja athygli á þeim áskorunum sem við mætum við að skapa heim þar sem konur og stúlkur ná einstaklingsbundnum og sameiginlegum markmiðum, gera vonir að veruleika og tala einum rómi um að skapa sterk, friðsamleg samfélög.

Fögnum framförum en tökum fyrirliggjandi verkefni í fangið. “Saman sem ein” getum við raungert sýn okkar um réttlátan og sanngjarnan heim – eitt skref, ein rödd og eitt líf í einu.

Með vinarkveðju

Hafdís Karlsdóttir

Forseti Soroptimistasambands Evrópu (SIE) 2024-2025

Enskur texti