Skip to main content

Ávarp Höllu Tómasdóttur forseta Íslands

Halla Tómasdóttir forseti Íslands flutti ávarp á sendifulltrúafundi SIE sem haldinn var í Reykjavík 4. og 5. október 2024.

Halla hóf mál sitt á því að hún væri dóttir pípulagningameistara. Þrátt fyrir mikla vinnu hafi hann fylgst vel með dóttur sinni í hennar störfum og hafi sjálfur unnið frumkvöðlastarf á Íslandi við að leiða heitt vatn í hús á 8. áratug síðustu aldar.  Ísland var leiðandi í sjálfbærri orku og jafnrétti kynjanna, tveimur þáttum sem ég tala oft um.

Það er mér heiður að vera með ykkur í dag. Ég kappkosta að hitta konur sem vilja breyta heiminum. Uppáhaldsorð mitt er bjartsýni (e. optimism), orð sem er innifalið í heiti samtaka Soroptimista. Ég deili með ykkur því verkefni að tala fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna.

Uppi eru víðsjárverðir tímar, ótryggt ástand plánetunar. Ójöfnuður hefur aukist og afturför hefur orðið í réttindum kvenna, samkynhneigðra, mannréttindum almennt og frelsi borgaranna. Rangar og villandi upplýsingar valda skaða í lýðræðisríkjum okkar. Stríð eru háð á fimmtíu stöðum í heiminum.

Bylting hefur orðið með notkun gervigreindar við lausn á ýmsum erfiðum vandamálum en sem án reglna getur leitt til óreiðu. Slæmar lausnir á þessum vandamálum koma verst niður á konum og ungu fólki. Þetta er krefjandi verkefni en haldið í bjartsýnina, sem er lykilinn í því að gera það sem virðist ómögulegt, mögulegt.

Stundum virðist ómögulegt ef ekki yfirþyrmandi að svara kalli tímans með þeirri festu og forystu sem er nauðsynleg. Líkt og þið, hef ég í áratugi unnið að því að gera heiminn að betri stað. Ég þekki því frá fyrstu hendi þá erfiðleika sem mæta leiðtogum og sjálfboðaliðum sem sinna verkefnum sem heimurinn þarf á að halda.

Ég velti því fyrir mér hvernig við getum haldið áfram og verið sterkar í hverfulum heimi þar sem geðheilsuvandi okkar og unga fólksins er ef til vill nýjasti faraldurinn. Í viðleitni til að bæta heiminn þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Hve margar þekkja eigin markmið? Réttið upp hönd. Hefur þú lífsreglur til að fylgja á erfiðum tímum?

Hefur þú velt því fyrir þér hver þú vilt vera í heimi sem skortir jákvæðar fyrirmyndir og leiðtoga? Spurningin „hver veljum við að vera?” er, að mínu mati, sú mikilvægasta í dag.

Það er skoðun mín að mikilvægt sé að skrifa hjá okkur markmið og leiðarljós og samræma ákvarðanir okkar í lífi og starfi. Ég kalla þetta siðferðilegan áttavita (e. moral compass) eða leiðsögutæki til að komast gegnum óreiðuna. Þetta leiðarljós þurfum við að finna innra með okkur og treysta á fram yfir allt annað, því ég trúi að það verði ykkur uppspretta hugrekkis og seiglu á erfiðum tímum.

Flestar okkar hafa notið góðrar menntunar sem er mikilvægt, jafnvel það mikilvægasta við björgun heimsins er að mennta stúlkur og veita þeim tækifæri til að stjórna. Ég tel að þörf sé á að endurhugsa menntun og forystu. Af reynslu veit ég að ný færni sem ekki lærist í skóla en er nauðsynleg í nútíma samfélagi. Við verðum auðvitað að læra vísindi, tækni, verkfræði og stærðfræði en ættum ekki að gleyma listnámi. Ég kýs að tala um STEAM (e. science, technology, engineering arts and math) menntun. Það er fleira sem við verðum að þróa með okkur svo sem forvitni, sköpun, hugrekki, samvinnu og ástríðu. Það er færni sem eru lykilþættir í að læra og leiða í síbreytilegum heimi. Seiglu þarf og  jafnframt þarf að muna eftir því að óvissa og áskoranir eru ekki að baki.

Við eigum að ögra hugmyndum um leiðtoga. Ég er þess fullviss að innra með okkur býr leiðtogi. Það mikilvægasta við forystu og í lífinu sjálfu er að opna fyrir leiðtogann innra með okkur.

Áður en ég var kosinn forseti Íslands starfaði ég sem forstjóri alþjóðlegrar sjálfseignarstofnunar sem heitir B Team. Ég vann þar með öflugum leiðtogum. Við kölluðum okkur “samfélag hugrekkis” (e. community of courage). Ég hef séð með eigin augum að hugrekki er hópíþrótt. Það eflist þegar við vinum saman og skreppur saman þegar við stöndum einar.