SNLA leiðtoganámskeið í Vaasa
Ertu 20–30 ára kona með áhuga á leiðtogafærni og jafnréttismálum? Sæktu um Soroptimist Nordic Leadership Academy (SNLA) 2025!
Umsóknarfrestur er til 16. mars 2025.
- SNLA er fyrir ungar konur á Norðurlöndum sem vilja efla leiðtogahæfileika og tengjast öðrum sem styðja jafnrétti. Fimm fulltrúar frá hverju landi verða valdir.
- Námið er leitt af sérfræðingum í leiðtogafræðum, samskiptum og markþjálfun. Það felur í sér hópavinnu og einstaklingsverkefni.
- SNLA 2025 verður haldin í Vaasa, Finnlandi, 22.–28. júní. Skráningargjald er 100 evrur, en annar kostnaður er greiddur.