Sendifulltrúafundur í Reykjavík 2024
Hafdís Karlsdóttir forseti SIE - Sendifulltrúafundur 2024 (e)
Hvers vegna eru sendifulltrúafundir haldnir?
Sendifulltrúafundir eru ársfundir Evrópusambands Soroptimista. Fyrir frjáls félagasamtök eru þeir nauðsynlegir til að tryggja gagnsæi, ábyrgð og til að samræma stefnu okkar.
Dagskráin miðast við að upplýsa félagsmenn um stöðu. Stjórn Evrópusambands Soroptimista (SIE) setur fram stefnumótandi áætlun til tveggja ára í senn, kýs nýja stjórn og gerir nauðsynlegar breytingar.
Hver getur tekið þátt og hver eru hlutverkin?
Allir Soroptimistar geta takið þátt í fundinum sem áheyrnarfulltrúar. Þeir hafa ekki kosningarétt, en geta setið fundinn, tileinkað sér efni hans og myndað tengsl við aðra Soroptimista. Skráning var til 15. september sl. og eru yfir 150 Soroptimistar skráðir á fundinn.
Stjórn með stuðningi skrifstofu okkar í Genf hefur undirbúið viðburðinn, aflað nauðsynlegra upplýsinga og dreift kosningagögnum til sendifulltrúa.
Skipting valds:
- Löggjafarvald (e. law-making power) sem er í höndum sendifulltrúa (e. Council of Governors)
- Framkvæmdarvald (e. executing and administrative power) sem er í höndum stjórnar (e. Board)
Forseti SIE með stuðningi stjórnar stýrir fundinum. Sendifulltrúar greiða atkvæði um skýrslur og ákvarðanir.
Utan dagskrár:
Á sendifulltrúafundinum fögnum við árangri af starfi klúbba. Jafnframt gefst tækifæri til að hitta gamla vini og eignast nýja í alþjóðlegu umhverfi Soroptimista.
Að þessu sinni verður vinnufundur (e. workshop) eftir hádegi á föstudeginum, sem sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands leiða. Fjallað verður um vöktun náttúruvár og loftslagsbreytingar. Þar á eftir verður heimsókn í Hellisheiðavirkjun og fræðst um hvernig Íslendingar nýta jarðhitann. Í framhaldi af því verður farið í Skíðaskálann þar sem boðið er upp á íslenskan mat og skemmtun.
Ferðir fyrir og eftir sendifulltrúafundinn eru í boði, sem veita aukið tækifæri til að tengjast og efla samskipti okkar. Það að tengjast er jafn mikilvægt og fundurinn sjálfur.
Næsti fundarstaður
Árið 2025 verður sendifulltrúafundurinn haldinn í Krakow, Póllandi, frá 22. til 25. október.
Sendifulltrúafundir er nauðsynlegir til að viðhalda fagmennsku, tryggja samræmi í störfum og efla þátttöku. Fundirnir hjálpa til við að byggja upp traust og marka skýra leið fram á við.
Ég hlakka til að hitta ykkur á Íslandi í október.
Hafdís Karlsdóttir, Forseti SIE 2024 – 2025.