September 2024 - Ávarp Forseta SIE
Sendifulltrúafundur í Reykjavík 2024 (e)
Velkomin til Íslands, lands elds og ísa, míns föðurlands sem ég er stolt af. Sendifulltrúafundur verður haldinn í Reykjavík 4.-5. október 2024.
Reykjavík er lífleg höfuðborg í Norður Atlantshafi, með yfirbragð smábæjar. Skrautlegar byggingar í skjóli fjalla og sjór eins langt og augað eygir. Þegar gengið er um heillandi hverfi borgarinnar blasa við iðandi kaffihús, verslanir og listir sem endurspegla skapandi andrúmsloft á Íslandi.
Á Íslandi eru djúp tengsl við náttúruna og sambúð við gnótt auðlinda í daglegu lífi. Auðlindir Íslands, svo sem hreint vatn, gjöful fiskimið og hrein orka, leika mikilvægt hlutverk í efnahagslegu tilliti og lífstíl íbúanna.
Ein helsta náttúruauðlind Íslands er jarðhitinn, sem Íslendingar beisla til að sjá heimilum, fyrirtækjum og iðnaði um allt land fyrir orku í formi hita og rafmagns. Jarðhitinn minnkar þörf fyrir brennslu olíu og eykur orðspor landsins sem leiðandi ríkis í endurnýtanlegri orku.
Það er ósk mín að þið fáið innsýn í notkun jarðvarma. Á föstudag verður fundur sem sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands leiða. Þeir munu útskýra hvernig náttúruöflin eru vöktuð með því markmiði að skilja og vara við eldgosum, jarðskjálftum og hvernig loftslagsbreytingar hafa áhrif á umhverfið og rýrnun jöklanna. Þar á eftir heimsækjum við virkjun og fræðumst um hvernig Íslendingar beisla jarðhita.
Í meginatriðum skilja Íslendingar mikilvægi þess að vernda- og stjórna náttúrulegum auðlindum. Djúp virðing fyrir náttúrunni viðheldur lífsháttunum og er grundvöllur innblásturs og stolts komandi kynslóða.
Velkomin til Íslands sem ætíð er með opnar dyr og tekur hlýlega á móti ykkur.