Janúar 2024 - Ávarp forseta SIE Hafdísar Karlsdóttur
Vinnum saman sem liðsheild e. Togeather as a team
Kæru Soroptimistar
Ég óska ykkur og ástvinum ykkar um heim allan gleðilegs nýs árs! Árs sem er fullt af bjartsýni og tækifærum. Á ári sem við höldum áfram með vinnu okkar í að gera konum það besta.
Þegar ég hef þetta spennandi tveggja ára verkefni fyllist ég eldmóði yfir tækifærunum sem bjóðast við það að starfa með ykkur ásamt einstökum hópi hæfileikaríkra, skynsamra og hörkuduglegra stjórnarkvenna. Ég hef fulla trú á því að hugtakið „Saman sem ein“ muni marka veginn áfram. Ef við höldum í markmið okkar með gegnsærri stjórnsýslu, gagnkvæmu upplýsingastreymi og sameiginlegum styrk skapast þróttmikil samvinna. Ég er sannfærð um bjarta framtíð samtakanna með þessa stefnu að leiðarljósi þrátt fyrir hnattrænar hindranir og áskoranir.
Ýta úr vör (Upplýsingaveita) systra (e. The Members‘ update)
Þetta fréttabréf sem kemur út annan hvern mánuð er fyrsta útgáfa Upplýsingaveita systra (e. The Members‘ Update) í nýrri mynd. Það leysir The Link af hólmi, og er ætlað mikilvægt hlutverk í samskiptum okkar. Aðal áherslan verður á innri málefni, en einnig verður efni sem er áhugavert fyrir utanaðkomandi.
Með fréttabréfinu fáum við mikilvægar upplýsingar um viðburði hjá samtökunum og einstökum klúbbum og nánari upplýsingar um fundi og vefviðburði fyrir félaga. Síðast en ekki síst styður það við undirstöður samtaka okkar, verkefnavinnuna þar sem við vinnum að markmiðum okkar í þágu annarra með vitundarvakningu, framkvæmdum og málflutningi. Upplýsingaveita systra (e. The Members‘ Update) er sent til stjórna landssambanda, formanna stakra klúbba auk allra fyrrverandi áskrifenda The Link. Áskrift er boðin öllum bæði innan- og utan samtaka okkar. Dreifið boðskapnum með því að deila honum sem víðast... hér.
Mikilvæg tímamót
Í síbreytilegu umhverfi verða kvennasamtök fyrir margs konar áhrifum. Þessi mikilvægu tímamót krefjast seiglu, aðlögunarhæfni og sameiginlegs átaks ef ætlunarverk okkar á að takast. Ef við stöndum saman komumst við yfir hvers kyns mótstöðu, pólitíska og félagslega, og vinnum bug á allri óvissu.
Hvað felur framtíðin í sér
Sýn okkar er óbreytt: Tryggja að konur og stúlkur geti notið hæfileika sinna og gert sér væntingar um jafna stöðu kvenna og karla svo að við getum saman byggt upp sterk og friðsamleg samfélög um allan heim.
Til að skerpa á sýn okkar höfum við skýra stefnu fyrir 2019-2025 og áætlun fyrir 2024-2025
Í þeim tilgangi að styðja við stefnu okkar hafa samtökin skipað stjórnarmeðlimum í eftirfarandi fjóra hópa:
1) Vitundarvakning, framkvæmdir og málflutningur (e. Awareness, Action, Advocacy)
2) Þróun félaga (e. Members Development);
3) Stjórnskipun (e. Organisational Development);
4) Samskipti (e. Communications).
Það sem gerir SIE svo heillandi er fjölbreytileikinn. Meðlimir samtakanna eru á ólíkum aldri, með ólíkan bakgrunn, reynslu og skoðanir. Þetta leiðir af sér klúbba og samtök sem eru samtaka og sterk. Þessi breytileiki nær til stjórnar Evrópusambands Soroptimista (e. Federation level) þar sem 26 fulltrúar 2024-2025 koma frá 16 mismunandi löndum, sem endurspegla ólíka menntun, bakrunn og menningu. Þessi margbreytileiki er okkar helsti styrkur en allra mest met ég þó vináttuna.
Nýja stjórnin hefur þegar hafist handa og hefur ráðgert ýmislegt fyrir árið 2024. Viðfangsefnin eru allt frá fundarhaldi og vefnámskeiðum yfir í Alþjóðlegan baráttudag kvenna 8. mars, sendifulltrúafund 2024 á Íslandi í október og 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi, svo fátt eitt sé nefnt.
Ég hlakka til að vinna saman með ykkur að markmiðum okkar.
Með vinarkveðju,
Hafdís Karlsdóttir
SIE President 2024-2025