Soroptimistaklúbbur stofnaður á Vestfjörðum
Stofnhátíð Soroptimistaklúbbs Vestfjarðar, fyrsta rafræna kúbbsins á Íslandi, fer fram á Zoom þann 24. 11.2024 kl 15:00.
Dagskrá:
Ávarp - Harpa Guðmundsdóttir formaður
Kveikt á kertum
Hafdís Karlsdóttir forseti Evrópusambands Soroptimista afhendir stofnskrá
Kynning á stofnfélögum - Ásgerður Kjartansdóttir guðmóðir, Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur
Nafnakall klúbba sem viðstaddir eru á stofnhátíðinni
Ávarp fyrir hönd Soroptimista - Sigríður Kr. Gísladóttir 2. varaforseti SIÍ
Ávarp - Sigrún Þorgeirsdóttir forseti SIÍ
Takmarkaður fjöldi kemst að á Netinu, eða 100. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á
Bráðabirgðastjórn e-klúbbsins undirbýr þátttöku í "Roðagyllum heiminn" átakinu sem hefst þann 16. nóvember nk. Að því tilefni er vonast til að fá fyrirtæki, stofnanir og kirkjur víða á Vestfjörðum til að lýsa upp byggingar sínar. Einnig eru í vinnslu greinaskrif í héraðsfréttablöð til að segja frá stofnun klúbbsins og átaki Soroptimistahreyfingarinnar.