Skip to main content

Soroptimistaklúbbur stofnaður á Vestfjörðum

Stofnhátíð Soroptimistaklúbbs Vestfjarðar, fyrsta rafræna kúbbsins á Íslandi, fer fram á Zoom þann 24. 11.2024 kl 15:00.

Dagskrá:

Ávarp - Harpa Guðmundsdóttir formaður

Kveikt á kertum

Hafdís Karlsdóttir forseti Evrópusambands Soroptimista afhendir stofnskrá

Kynning á stofnfélögum - Ásgerður Kjartansdóttir guðmóðir, Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur

Nafnakall klúbba sem viðstaddir eru á stofnhátíðinni

Ávarp fyrir hönd Soroptimista - Sigríður Kr. Gísladóttir 2. varaforseti SIÍ

Ávarp - Sigrún Þorgeirsdóttir forseti SIÍ

Takmarkaður fjöldi kemst að á Netinu, eða 100. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. nóvember. Þetta verður einstakur viðburður og athugið að það verður að skrá sig tímanlega til að fá sendan Zoom-hlekk. Hver og ein systir þarf að skrá sig á hátíðina. Komnar eru margar skráningar erlendis frá, þar á meðal frá forseta Alþjóðasambands Soroptimista og frá mörgum forsetum landssambanda. Það sem gildir er "fyrstur kemur, fyrstur fær".

Bráðabirgðastjórn e-klúbbsins undirbýr þátttöku í "Roðagyllum heiminn" átakinu sem hefst þann 16. nóvember nk. Að því tilefni er vonast til að fá fyrirtæki, stofnanir og kirkjur víða á Vestfjörðum til að lýsa upp byggingar sínar. Einnig eru í vinnslu greinaskrif í héraðsfréttablöð til að segja frá stofnun klúbbsins og átaki Soroptimistahreyfingarinnar.