Skip to main content

Mars 2023 - Ávarp forseta SIE - Frá því vera sýnilegar til þess að vera óstöðvandi

mars 2023 mynd

Frá því vera sýnilegar til þess að vera óstöðvandi/From visible to unstoppable

Það að gera samtök okkar sýnilegri er okkar „mantra“ með tveggja ára millibili. Það var líka efst á mínum lista og lykilþáttur í hugmyndinni um að endurhugsa – endurbyggja – endurreisa starfsemi Soroptimista eftir Covid.

Að vinna að sýnileika er tilgangslaus viðleitni án góðs málefnis. Þegar að málefnum kemur hafa Soroptimistar úr nægu að velja. Þessi mikli fjöldi verkefna getur gert okkur erfitt fyrir og leitt til þess að mikilvægustu málefnin fá ekki alltaf nægilega athygli.

Markmið The Growth Academy var að styrkja ímynd Soroptimista svo hún jafnaðist við merk afrek okkar. Við unnum að bættri stefnumótun, forystu og samskiptum og æfðum hnitmiðaðar útskýringar á verkefnum okkar (þegar líður á þessa grein verður ljóst hve mikilvægur þessi síðasti punktur er).

Sýnileiki helst í hendur við það hvernig fólk stendur í lífinu, hvort tveggja sem einstaklingar og sem Soroptimistar. Hann eykst meðfram því sem fólk flytur boðskap okkar um "konur sem standa með konum". Það er styrkurinn sem hlýst af því að standa saman og með honum förum við frá því að vera einungis sýnilegar til þess að vera óstöðvandi.

Eftirfarandi þrjár málsgreinar sýna hvernig þáttur okkar í þessum málefnum verður sífellt meiri:

Gott: Sendinefnd tuttugu sterkra Soroptimista sótti UN-CSW67 fundinn (sextugasta og sjöunda fund kvennanefndarinnar).

Sterkari: Auk þess að mæta tók sendinefndin þátt og hóf upp raust sína, var sýnileg, viðurkennd og metin að verðleikum þegar hún ávarpaði fundarmenn.

Rúsínan í pylsuendanum: Þegar sendinefndarfulltrúi kynnti sig sem Soroptimista fyrir háttsettum einstaklingi, var hrópað „enn annar Soroptimisti“! Við getum sannalega sagt að okkur hafi tekist að gera Soroptimista sýnilega og að óstöðvandi afli.

Lengi lifi Soroptimistar sem tekst að fara frá því að vera einungis sýnilegar til þess að vera óstöðvandi!

Ykkar einlæg,

Carolien Demey

Forseti SIE 2021-2023