Skip to main content

Skiljið enga eftir ótengda

Þetta voru ein af hinum einföldu en mikilvægu skilaboðum sem rædd voru á 67. kvennanefndarfundi Sameinuðu þjóðanna ( CSW67) 6. – 17. mars sl. Hvers vegna eru tenging við netið svona mikilvæg? Því það þarf að tryggja að allir hafi aðgang að internetinu en þannig getum við skapað jafnari samfélög.

Helsta orsök ójöfnuðar í heiminum er skortur á læsi. Konur er 2/3 hluti þeirra 770 milljóna fullorðinna einstaklinga sem eru ólæsir og óskrifandi. Stúlkur eru 2/3 hluti þeirra barna sem ekki ganga í skóla (UNESCO 2021).

Stafrænt nám er ein leið til að auka læsi en 37% kvenna og stúlkna í heiminum hafa ekki aðgang að internetinu en það minnkar námstækifæri þeirra.

,,Stafræn tækni er nauðsyn en ekki lúxus. “ sagði Doreen Bogdan-Martin í ræðu sinni á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í þingsal Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er fyrsta konan í 157 ár sem gegnir starfi framkvæmdastjóra í ITU (International Telecommunication Union).

Minni framtíðartækifæri

Við stöndum ekki bara frammi fyrir ólæsi meðal kvenna heldur einnig stafrænu ólæsi. Heimurinn verður sífellt háðari tækni og stafrænum lausnum og þarf færni starfsfólks að endurspegla það. Því eru STEM greinar svo mikilvægar. Samkvæmt mati UNESCO munu 75% allra starfa árið 2050 tengjast STEM greinum.                                STEM er skammstöfun fyrir: S- science - vísindi, T- technology - tækni, E - engineering - verkfræði, M - mathematics - stærðfræði (innskot þýðanda).

Doreen Bogdan-Martin, ITU General Secretary, sagði einnig í ræðu sinni á fundinum:

  • Þjálfa þarf stúlkur í STEM greinum frá unga aldri og styrkja þær í stafrænni færni.
  • Valdefling kvenna fæst með því að mennta þær í STEM.
  • Tryggja þarf að konur og stúlkur hafi aðgang að stafrænni tækni.
  • Gefa þarf konum sæti við ,,stafræna borðið“ og rétta þannig kynjahallann alls staðar.

Teymi SIE sem sat fundinn upplifði að ítrekað var rætt hvernig hægt væri að auka aðgang stúlkna að netinu og fá fleiri til að mennta sig í STEM greinum. Ein af þeim tillögum sem lögð var fram á fundinum og samþykkt, var að til þess að hægt verði að tryggja auðveldan og frían aðgang að netinu yrði að viðurkenna internetaðgang sem mannréttindi.

Soroptimistar hvetja nú þegar stúlkur og ungar konur til að læra STEM greinar en meiri kraft má leggja í þá vinnu. Við þurfum að viðurkenna að grunnurinn að því sé jafnt aðgengi að internetinu. Hafa allar stúlkur jafnan aðgang að netinu í bænum þínum, eða að tækni, margmiðlunarstofum eða vísindatækifærum? Hvernig getur klúbburinn þinn þróað verkefni sem bæta það?

Sandra Gonzalez Sköld,

Jitka Kratochvílová

SIE Programme team 2021-2023

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér:

https://unwomen.is/frettir/