Skip to main content

Október 2022 - Ávarp forseta SIE - Orange the world!

20221116 225342 DxO

Soroptimistaherferðin sem jafnan vekur mikla athygli, „Roðagyllum heiminn“ e. Orange the World, er í undirbúningi.

Stærsta herferð okkar!

Ávarp forseta Evrópusambands Soroptimista

Ert þú tilbúin? Forseti okkar, Carolien Demey, útskýrir hvernig Soroptimistar eru leiðandi í samtölum sem tengjast konum og börnum varðandi herferðina „Roðagyllum heiminn“ eða „Oranging the World“.

Við höfum sérstöðu

Herferðin styrkir ásýnd okkar sem samtök fyrir konur, en mörg önnur félagasamtök vinna að því sama. Soroptimistar skilgreina sig sem samtök fyrir konur í atvinnulífi (e.professional women).  Sambland af því hvernig við bregðumst við og grípum til aðgerða skapar okkur sérstöðu. Með því að bregðast við af mikilli væntumþykju fyrir samfélagið (soro - systir) og með því að vilja vera bestar (optimists).

Birtingarmynd og sýnileiki

Með þátttöku í herferðinni „Roðagyllum heiminn“ Orange the World gerum við okkur sýnilegar. Fleiri nýir notendur sem hafa mikinn áhuga á því sem við stöndum fyrir, birtast á vefsíðum okkar og samfélagsmiðlum. Að vera sýnilegar dregur að okkur athygli. Þannig að þegar við undirbúum okkur fyrir átak þessa árs skulum við líka vera undirbúnar fyrir athyglina og spurningarnar sem vakna.

Það getur verið erfitt að svara spurningum um Soroptimistasamtökin. Látið það ekki koma í veg fyrir að þið stígið fram, sem stoltir félagar, og ræðið við þá sem hafa áhuga á samtökunum okkar. Finnið þið fyrir óvissu getið þið skoðað vefsíður SIE (Evrópusamband Soroptimista) og SI (Alþjóðasamband Soroptimista), þar sem lesa má yfirlýsingar og skýrslur skrifaðar af reynslumiklum Soroptimistum.

Neðangreint eru tenglar á nokkur af mikilvægustu málefnunum:

Gildi okkar og skuldbindingar

Markmið

Nokkur verkefni

Ofbeldi gegn konum

Að gerast meðlimur

Ekki hika þegar kemur að viðkvæmum málefnum. Upplýsingar eru fyrir hendi sem þið getið nýtt ykkur til að verða sýnilegri sem Soroptimistar.

Þekkir þú rauðu ljósin?

Roðagyllum heiminn. Sýnum að við stöndum fyrir bjartari og bjartsýnni framtíð, lausa við ofbeldi, með því að fræða og grípa til aðgerða.

Ég hvet ykkur til að lesa greinar sem hafa birst í veftímaritinu LINK í október 2022. Við höfum þróað öfluga herferð um forvarnir gegn ofbeldi á hendur konum sem nefnist „Roðagyllum heiminn“. Ég er viss um að þið fyllist stolti við að dreifa þessum boðskap!

Þekktu rauðu ljósin! Sýnum að við stöndum fyrir bjartari og bjartsýnni framtíð, lausri við ofbeldi, með því að dreifa upplýsingum og fræðslu.

 Ykkar einlæg,

Carolien Demey forseti SIE 2021-2023