Skip to main content

Kveðja frá Carolien Demey forseta SIE og talskonum SIE

Capture

Kæru Soroptimistar,

Alþjóðasamband Soroptimista (SI) birti þann 4. nóvember síðastliðinn yfirlýsingu sem ber yfirskriftina „Réttindi kvenna og stúlkna“. Á undanförnum árum hafa konur og stúlkur fundið fyrir því að mannréttindi þeirra hafa verið skert, mótmæli þeirra þögguð niður og í sumum tilfellum á hrottafenginn hátt. SI skorar á írönsk stjórnvöld og allar aðrar ríkisstjórnir að hætta tafarlaust ofbeldi gegn óvopnuðum konum og stúlkum.

Þessi yfirlýsing er í samræmi við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun þ.e. markmið 4 (Menntun fyrir alla) og 5 (Jafnrétti kynjanna) og í samræmi við stefnu SIE fyrir tímabilið 2019-2025.

Carolien Demey, forseti SIE, styður yfirlýsingu SI og segir:

 „Alþjóða Soroptimistasambandið (SI) hefur miklar áhyggjur af því að mótmælin í Íran, í kjölfar dauða ungu konunnar, Mahsa Amin sýni að þetta sé aðeins enn eitt dæmið um mannréttindabrot gagnvart konum og stúlkum um allan heim. 

We Stand up for Women er kjörorð Alþjóða Soroptimistasambandsins (SI)”

Smelltu HÉR til að nálgast yfirlýsinguna.

Hikaðu ekki við að þýða yfirlýsinguna yfir á þitt eigið tungumál og dreifðu henni víða til að vekja athygli!

Við þökkum þér fyrir tryggð þína í baráttunni við að grundvallarréttindi kvenna og stúlkna séu virt.

Við erum til staðar hafir þú einhverjar spurningar.

Bestu kveðjur

Carolien Demey, forseti SIE 2021-2023 og talskonur SIE