Skip to main content

Opnum gátt til bjartrar framtíðar

Mynd hkÁkall alþjóðaforseta Soroptimista, 2021 – 2023, Maureen Maguire, nefnist Opnum gátt til bjartrar framtíðar eða Opening doors to a bright future. Markmiðið er að auka menntun stúlkna og kvenna í jaðarsettum samfélögum, þeim og samfélögum þeirra til góðs. Ákallið undirstrikar áherslu Soroptimista á menntun alla ævi og hin miklu áhrif og mikilvægi menntunar í að knýja fram sjálfbæra þróun, frið og jafnrétti. Fjárfesting í menntun stúlkna skilar miklum arði, rýfur hringrás fátæktar og stuðlar að hagvexti. Menntun eflir konur, stúlkur og samfélög þeirra, eykur færni og þekkingu á sama tíma og hún eykur sjálfstraust. Þannig er konum og stúlkum gert kleift að taka upplýstar ákvarðanir sem hafa áhrif á velferð, heilsu, þátttöku í samfélaginu og aukin lífsgæði. „Menntun er tæki til að takast á við margar hindranir sem konur og stúlkur standa frammi fyrir í dag“.

Sjá nánari upplýsingar á ensku