Skip to main content

Átaksverkefni franskra Soroptimista - Brauð gegn ofbeldi

Brauð gegn ofbeldi

Franskt átaksverkefni (ensk útgáfa)

Þegar þú hugsar um brauð er franskt bakarí oft ekki fjarri. Það kemur ekki á óvart þar sem Frakkland er með einna mestu brauðneyslu á mann í heiminum. En hvernig getur brauð átt þátt í að uppræta ofbeldi gegn konum og stúlkum?

Ein afleiðing covid var innilokun og einangrun fórnarlamba ofbeldis. Nokkrir soroptimistaklúbbar í Frakklandi tóku þátt í einstöku verkefni að frumkvæði franska soroptimistasambandsins. Þeir gengu í samstarf við bakarí til að dreifa brauðpokum, áprentuðum með slagorðum sem valin voru til að höfða til almennings, ásamt neyðarnúmeri. Markmiðið var að upplýsa og virkja allt heimilisfólk um það sem nú er þekkt sem „skuggafaraldurinn“.

Verkefnið heppnaðist gríðarlega vel! Tölurnar tala sínu máli því um 70.000 kaupendur tóku brauðpoka með sér heim. Þannig náðist í fjölda fólks á heimilum þar sem ofbeldi gegn konum á sér stað, því allir á heimilinu gátu lesið skilaboðin og séð neyðarnúmerið. Verkefnið fékk meiri sýnileika en gera mátti ráð fyrir vegna áhuga fjölmiðla, þar á meðla útvarps og sjónvarps, sem fjölluðu mikið um viðburðinn og tóku viðtöl við systur í klúbbunum.

 Brauð