Skip to main content

Júní 2022 - Ávarp forseta SIE

carolina2

Júní 2022 - Ávarp forseta SIE (ensk útgáfa)

Að viðurkenna og vera viðurkennd

Þegar þú lest þessar línur verður stórum árlegum fundum (Growth Academy og Governor‘s Meeting) Soroptimista lokið og þær sem mættu komnar heim.

Formlegir fundir og óformlegar samræður hafa verið fræðandi og hvetjandi vettvangur umræðu og hugarflugs. Í flestum tilfellum höfum við haft tækifæri til að fagna því að endurnýja kynnin.

Þær sem mættu á fundina fara heim uppfullar af sögum og endurnýjuðum krafti. Skemmtilegasta sagan væru hins vegar sú að við heimkomu getum við af alhug tekið undir þessi orð:

  • Ég finn mig í þessum samtökum
  • Ég finn mig í því sem Soroptimistar standa fyrir
  • Ég finn mig í þeim gildum sem við aðhyllumst
  • Ég finn mig í þeim markmiðum sem við sækjumst eftir

Þegar þú finnur fyrir tilfinningunni að tilheyra, miðlar þú nýfenginni reynslu til klúbbsystra og annarra sem hrífast með. Sem stoltur Soroptimisti skynjar þú jákvæðni samfélagsins gagnvart starfi samtakanna og færir þau í sviðsljósið.

Sem samtök hljótum við viðurkenningar úr ýmsum áttum frá þeim sem styðja Soroptimista. Erum við nógu uppörvandi hver við aðra og hvetjandi við þær sem vinna verkin? Forsetar okkar og stjórnarmenn í klúbbum og klúbbfélagar eiga allir skilið að fá viðurkenningu fyrir unnin störf og við að knýja fram breytingar. 

Stöndum upp fyrir okkur! Sorores ad Optimum – Bestu systur.

Ykkar einlæg,

  

Carolien Demey

Forseti SIE 2021-2023