MAÍ 2022 - ÁVARP FORSETA SIE

Forseti SIE maÍ 2022

MAÍ 2022 - ÁVARP FORSETA SIE (ensk útgáfa)

Tölum saman!

Soroptimistar hafa lengi beðið þess að hittast í raunheimum og nú er stundin runnin upp.

Starfið á netinu hefur verið skilvirkt og skilað góðum árangri. Betra er þó að hittast í raunheimum. Okkur er ekki öllum gefið að vera góðir ræðumenn sem koma boðskapnum vel til skila. Við berum okkur gjarnan saman við hæfileikaríka fyrirlesara, sem hvetja til grípandi samræðna, frjórra hugsana, tjáskipta og nauðsynlegrar umræðu. Hvernig boðskapurinn er móttekin og samræður þróast stjórnast ekki eingöngu af færni ræðumannsins, heldur ekki síður af því hve móttækilegur hlustandinn er.

Viljir þú hefja metnaðarfulla vegferð með góðum hugmyndum og ert tilbúin að taka til hendinni, vertu þá góður hlustandi. Fundarseta felst ekki aðeins í því að hlusta á orð, heldur að vera virkur hlustandi, sem er hæfileiki sem hægt er að  öðlast með þjálfun. Of margir hlusta ekki í þeim tilgangi að skilja, heldur að til þess að svara. Of oft leiðir það til þess að mikilvæg smáatriði, blæbrigði og dýpt þess sem fjallað er um misferst. Það getur leitt til misskilnings og rangra ályktana. Fyrirlesarar reyna sífellt að komast að bakgrunni áheyranda í þeim tilgangi að ná eyrum þeirra. Sú vitneskja hjálpar til að ná tengslum við áheyrendur, sem vonandi hafa opið hugarfar, og eru tilbúnir til að endurskoða og hnekkja rótgrónum hugmyndum.

Að lokum óskar forseti Evróupsambandsins okkur Soroptimistum að komandi fundir bjóði upp á hvetjandi fyrirlestra, skoðanaskipti og umræður.

Við tölum, hlustum og stígum fram!

Ykkar einlæg,  

Carolien Demey

SIE President 2021-2023

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu