Nauðgun sem vopn í stríði
Nauðgun sem vopn í stríði (ensk útgáfa)
Hún veldur sársauka, meiðir, veldur þjáningu, veitir áverka og er gífurleg niðurlæging. Nauðgun hefur afleiðingar fyrir konu alla ævi og smitast til næstu kynslóða. Hún getur valdið þungun, smán, sjálfshatri, grær ekki, getur endað í þunglyndi og dauða.
Nauðgun sem stríðsvopn er villimannsleg og ómannúðleg. Henni er ætlað að draga úr siðferðisþreki og koma borgaralegu samfélagi úr jafnvægi með því að snúast gegn konum og stúlkum. Í öllum styrjöldum hefur konum verið nauðgað til að lítilsvirða þær. Þetta á sér stað í Úkraínu núna. Nauðgun sem stríðsvopn er viðurstyggilegur glæpur, sem margir alþjóðasamningar hafa bannað. Þrátt fyrir að allar þjóðir séu sammála um að banna nauðgun, þá gerist það í hvert sinn sem stríð brýst út.
Soroptimistasamband Evrópu hvetur alla hermenn í Úkraínu að forðast kynferðisofbeldi. Við hvetjum alla yfirmenn til að ganga úr skugga um að þeirra hermenn nauðgi ekki konum og stúlkum. Við hvetjum alla sem vita um slíka glæpi að sjá til þess að gerendur séu sóttir til saka. Nauðgun á stríðshrjáðum svæðum verður að stöðva í eitt skipti fyrir öll.
Soroptimistar í Evrópu berjast af ástríðu fyrir velferð og valdeflingu kvenna og stúlkna og fyrir afnámi hvers kyns ofbeldis gegn þeim. Það að búast ekki við nauðgun eru grundvallarmannréttindi.