Júl/ág 2022 - Ávarp forseta SIE

mynd júl águ fin

Að fara sér hægt

Ávarp forseta SIE júlí / ágúst 2022 (ensk útgáfa) 

Stundum liggur okkur lífið á, einum of. Hvernig væri að slaka á?

Sumarið er komið og sumarfríin hafin. Við hlökkum allar til þess að losa okkur frá stífum tímasetningum og dagskrá hversdagsins. Forgangsröðunin breytist þannig að okkur er frjálst hvernig við verjum tíma okkar fremur en að dagatal og klukkan ráði för. Er hægagangur ekki notalegur? Við heillumst þegar hið fullkomna mark eða stökk íþróttamanns er endursýnt hægt. Það afhjúpar fullkomleikann og kraftinn á bak við hreyfinguna. Við verðum vitni að því hve mikilvægt hvert skref í átt að árangri eða mistökum er.

Rólegheit í sumarfríinu henta vel til þess að ákveða hvernig næstu skref gætu verið betri en nokkru sinni fyrr. Ímyndaðu þér framvindu þar sem allt virðist auðvelt. Hugsaðu þér að við tökum allar þátt í þessu einfalda og vel heppnaði skrefi. Nýtum okkur rólegt sumarið til þess að tryggja að næstu skref Soroptimistahreyfingarinnar verði árangursrík.

Ykkar einlæg,

Carolien Demey

Forseti SIE 2021-2023

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu