Skip to main content

Yfirlýsing Evrópusambands soroptimista

Kæru Soroptimistar,
Ríkisstjórnin í Kabúl féll um miðjan ágústmánuð 2021. Heimsbyggðin hefur orðið vitni að straumhvörfum í mannréttindum með holskeflu flótta saklausra frá Afganistan, mestur hlutinn konur og börn sem eru ekki bara berskjölduð, heldur eiga jafnframt á hættu markvissar ofsóknir Talíbana. Alþjóðasamband soroptimista (SI) sendi þegar í stað frá sér yfirlýsingu og við erum beðnar um að dreifa henni sem víðast.
Nú, eftir skjóta íhlutun með brottflutningi úr þessum ógnvænlegu aðstæðum, þegar flugvélar hafa lent í nágrannaríkjum með þúsundir hælisleitenda innanborðs, sem og á grundu Evrópusambands soroptimista, er stundin runnin upp, að leggja hendur á plóg til aðstoðar þeim svo mikið sem við megum í orði og verki.

YFIRLÝSING
Hættuástandið í Afganistan er harmleikur sem teygir sig langt yfir landamæri landsins. Síðustu mánuði hefur ofbeldi gagnvart konum og innan fjölskyldna aukist að miklum mun, svo til tortímingar horfir. Evrópusamband soroptimista (SIE) hvetur því samfélag Evrópubúa að grípa til viðeigandi aðgerða til að tryggja bæði réttindi kvenna og að mannúðarþörfum afgönsku þjóðarinnar sé mætt.
Á undanförnum árum hafa konur í Afganistan náð fjölda mörgu fram hvað menntun, störf, frelsi til athafna, pólitísk réttindi og forystu varðar. Árið 2009 hafði erfiði þeirra borið þann árangur að Lög um útrýmingu ofbeldis á konum voru samþykkt. Afganskar konur, sem læknar og hjúkrunarfræðingar, eru veigamikill hluti heilbrigðiskerfis Afganistans. Konur eru lögmenn, dómarar, blaðamenn og rithöfundar, og láta einnig til sín taka í menntunarmálum. Hin unga kynslóð kvenna og telpna hefur fleytt Afganistan í átt til meira jafnréttis,
Nú þegar kvenréttindum og lýðræði er ógnað ættum við allar að standa upp fyrir þessum konum.
Vegna þessa ástands eru Afganskir borgarar að flýja land og leita eftir griðastað.
- Við, hið Evrópska samfélag, væntum þess að ríki sýni samstöðu, deili byrði og útvegi stuðning þar sem aðstoðar er þörf (t.a.m. í þeim aðstæðum þegar ríkisstjórnir og sérhæfð frjáls félagasamtök (NGO) bregðast eða fá ekki ekki veitt tilhlýðilegan stuðning).

- Allir hælisleitendur skulu hafa rétt á aðgengi að sanngjarnri málsmeðferð á hælisumsókn í samræmi við Flóttamannasamninginn frá 1951 og Bókunina um réttarstöðu flóttamanna frá 1967.

- Við áköllum ríki að viðukenna þessa erfiðu stöðu kvenna og telpna sem nægjanlega ástæðu (de per se) til að veita að minnsta kosti hæli af mannúðarástæðum og hlíta skyldu um að vísa ekki á brott neinum hælisleitenda (þetta er einnig kallað „brottvísun bönnuð/óheimil“ (non-return advisory/non-refoulement) til handa öllum hælisleitendum, þar til búið er að tryggja öryggi þeirra).

- Ríki verði einnig að samþykkja það að fólk sem flýr heimkynni sín undan bráðri hættu er að megin hluta án vegabréfs og skilríkja; þrátt fyrir það skulu viðteknir starfshættir varðandi hæli gilda (reist á almennum viðmiðunarreglum).

- Konur og börn þeirra, sem og forráðamenn, skulu aldrei vera aðskilin við komu, og skulu hafa tryggingu um endurfundi við fjölskyldu svo sem ákvörðunarferli kveður á um. Fylgdarlaus börn, aldraðir og fatlaðir eiga að njóta forgangs og komið skal fram við þau í samræmi við þá alþjóðlegu lagareglu með tilliti til ástands.

- Við komu skulu sérhæfð samtök (NGO) vera til staðar á öllum stigum, og hafa á að skipa vandvirkum þýðendum, og skulu viðkvæmir njóta viðeigandi sálfræðilegs stuðnings. Biðlað er til Soroptimista um að standa saman með þessum tilteknu NGO-liðum og hlutaðeigandi þjónustuaðilum ríkisstjórna og bjóða fram sérfræðiþekkingu sína og aðstoð.

Þögn og aðgerðaleysi er ekki í boði!