Skip to main content

Hafdís náði kjöri !!

Hafdís Karlsdóttir var kjörin forseti Evrópusambands Soroptimista um helgina og mun gegna því embætti í tvö ár frá 2023.

Hafdís er fyrsti íslenski Soroptimistinn til að gegna þessu mikilvæga embætti í 100 ára sögu hreyfingarinnar í heiminum. 
Hafdís sem bauð sig fram til forseta ásamt Saija Kuusisto- Lancaster frá Finnlandi. Hafdís hlaut 33 atkvæði en Saija 10. 
 
Kjörorð Hafdísar í kosningabaráttunni voru "Together as a team".
Hér má sjá stutt brot úr myndbandinu hennar; 
Soroptimistar óska Hafdísi hjartanlega til hamingju með kosninguna.