Skip to main content

Ávarp forseta SIE – Apríl 2021

Kæru soroptimistasystur,

Ég nýt þeirrar ánægju að skrifa í The Link enn einu sinni með þá von í brjósti að halda ykkur öllum upplýstum og deila nokkrum lykilatriðum; jafnframt veitir það mér tækifæri að deila hugsunum mínum með ykkur öllum.
Fyrst af öllu, hvílík mótsögn – Tyrkland var fyrsta landið að staðfesta Istanbúl-samkomulagið, og nú hið fyrsta til að draga sig úr. Vegna ógildingar varð mikil fjölgun í að mæta á CSW65 þegar fundir tóku sérstaklega á þessum aðstæðum. Konur hvaðanæva úr veröldinni höfðu þegar komið saman vegna CSW65, svo þarna var komið einstakt tækifæri til að ræða þessa ógildingu. Árangurinn varð sá að konur eru reiðubúnar að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum. … Að frumkvæði 1sta varaforseta Ritu Nogueira Ramos, á Alþjóðlega kvennadeginum 2021, þá veittum við fylgi okkar SI yfirlýsingunni eins og hún var lögð fram hjá Sameinuðu þjóðunum ECOSOC vegna 65ta fundar Nefndar um stöðu kvenna (CSW65). Þessi yfirlýsing var send ásamt fylgibréfi frá mér til sérstakra nefnda og embættismanna. Við höfum fengið í hendur, frá skifstofu fr. Úrsúlu von der Leyen, viðurkenningu acknowledgement þar sem okkur er þakkað fylgi okkar við málstaðinn og framtakssemi.
Þar eð meðlimafjöldi er lykilatriði okkur öllum, verð ég að leggja ríka áherslu á að ég hafði þann heiður og ánægju að færa stofnskrá tveimur klúbbum, með rafrænum hætti vitanlega, þann 16. janúar Mílanó Net Lead og þann 10. apríl Ungum soroptimistum í Amsterdam. Árnaðaróskir til beggja samtaka og stjórna. Ég nýt til fullnustu að vera hluti af formlegum athöfnum vegna stofnunar klúbba, og fleiri eru í farvatninu!
Haldið heilsu og gætið öryggis ykkar

Anna


Lesið einnig eftirfarandi greinar í The Link, apríl 2021

Istanbúl-fundurinn. Austur-Evrópa
Jafnrétti. Á brattann að sækja
Heimilisofbeldi á Kóvíd-tímum
Trjáplöntum fyrir framtíðina. Tékkland
Stofa handa þér. Kvennaathvarf í San Morinó
Stúlknaheimavistarskóli í Búrkina Fasó. Varnargarður

Þýðing: Ragnhildur Bragadóttir upplýsingafulltrúi SIÍ