Forsetastyrkur til Sigurhæða

Þann 10. desember,  á degi okkar Soroptimista og Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, lauk 16 daga átakinu Roðagyllum heiminn þar sem lagt var kapp á að vekja  athygli á og fordæma ofbeldi gegn konum og stúlkum.

Við fámenna en hátíðlega athöfn í Hamraborginni lauk átakinu formlega og af því tilefni afhenti forsetinn okkar Guðrún Lára Magnúsdóttir forsetastyrk sinn til verkefnisins Sigurhæðir sem Soroptimstistaklúbbur Suðurlands er í forsvari fyrir.  Verkefninu er ætlað að styðja við sunnlenskar konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi og fellur verkefnið einstaklega vel að markmiðum átaksins. Margir klúbbar lögðu átakinu lið og kom það fram á gjafabréfinu sem Guðrún Lára afhenti Hildi Jónsdóttur sem er talsmaður verkefnisins fyrir hönd klúbbsins.

Það er óhætt að segja að  Soroptimistar hafi sinnt kalli í þessu nýliðna átaki og er ég sannfærð um að Sigurhæðir þetta einstaka verkefni mun njóta þess, líkt önnur sambærileg verkefni, hversu vel við létum í okkur heyra og vorum sýnilegar.

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu