Soroptimistar veita styrk
Þann 22. júní 2020 afhenti Ingibjörg Jónasdóttir, forseti Soroptimistasambands Íslands, Bjarkarhlíð og Bjarmahlíð, miðstöðvum fyrir þolendur ofbeldis, styrk í tengslum við baráttudag kvenna 19. júní. Við viljum með þessum styrk stuðla að bættum tækifærum til að ná til þeirra sem búa við heimilisofbeldi.
Ragna Björg Guðbrandsdóttir teymisstjóri Bjarkarhlíðar og systir í Árbæjarklúbbi tók við styrknum. Viðstaddar afhendinguna voru fyrrverandi forsetar Landssambandsins.
Lesa má nánar um afhendinguna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.