Skólastyrkir frá SIE
Evrópusamtök Soroptimista, SIE, veittu nýlega skólastyrki til kvenna sem klúbbar víða um heim hafa mælt með. Styrkir sem þessir koma sér vel og gera konum kleift að ljúka námi í þeirri grein sem þær hafa kosið að fullnuma sig í.
Að þessu sinni hlutu tvær íslenskar konur styrki; það eru Þeódóra Thoroddsen sem Bakka- og Seljaklúbbur mælti með og Renata Emilsson Peskova sem Reykjavíkurklúbburinn studdi.
Nánar má lesa um skólastyrkina og styrkþegana með því að smella á hlekkinn hér að neðan.