Yfirlýsing forseta SIE

ISTANBÚL-SÁTTMÁLINN - AÐ BERJAST GEGN OFBELDI Á KONUM.

Yfirlýsing forseta SIE til fjölda ráðamanna víðs vegar um Evrópu.

Evrópusamtök Soroptimista, ein fjölmennustu samtök kvenna í fagstéttum, lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þess að pólska ríkisstjórnin hyggst segja sig frá Istanbúl-sáttmálann.

Dómsmálaráðherra Póllands lýsti því yfir að þær úrbætur sem kynntar hafa verið á umliðnum árum séu viðhlítandi vörn konum. Hann heldur því fram að sáttmálinn gangi gegn rétti foreldra og „hafi að geyma eigindir af hugmyndafræðilegum toga”. 

Istanbúl-sáttmálinn er hvorki hugmyndafræðilegs né stjórnmálafræðilegs eðlis. Hann hverfist einvörðungu um að útrýma ofbeldi gegn konum. Hann er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem bindur lönd þau, er undirrituðu hann, til að koma á fót og framfylgja árangursríkum aðgerðum til að hindra ofbeldi gegn konum, að lögsækja og hirta þá sem gerast brotlegir, og koma á laggir og útvega stuðningúrræði til handa brotaþolum. Istanbúl-sáttmálinn hefur þegar bætt kjör kvenna víðs vegar um Evrópu, skapað úrræði til að koma á fót haldbetri stefnumálum, þjónustu og tryggingum. Í Póllandi hafði hann í för með sér jákvæðar breytingar í lagasetningu, og veitti brotaþolum betri aðstoð, m.a. hjálparsíma, sem opnir eru allan sólarhringinn.  

Þrátt fyrir það, þá eru enn að finna allmörg svið í Póllandi sem þarfnast réttarbóta, - opinber tölfræði löggæslu skráir um 90.000 fórnarlömb heimilisofbeldis, þar sem 65.000 voru konur.

Sem forseti Evrópusamtaka soroptimista, tengslanets sem telur 33.000 meðlimi kvenna úr fagstéttum, trúi ég að þessi sáttmáli muni koma í veg fyrir alvarlega afturför kvenréttinda. 

Við, soroptimista-systur, mótmælum harðlega útgöngu Póllands úr Istanbúl-milliríkjasáttmálanum; mannréttindabrot, hverju nafni sem þau nefnast, skal ávallt mæla gegn og hegna fyrir. 

 Við stöndum með konum!

Anna Wszelaczyńska
Forseti SIE 2019-2021

Meðf. er hlekkur á vefsíðu SIE þar sem lesa má yfirlýsinguna á ensku ásamt lista yfir viðtakendur hennar.
http://www.soroptimisteurope.org/istanbul-convention-combating-violence-against-women/

Þýðing: Ragnhildur Bragadóttir, upplýsingafulltrúi SIÍ

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu