SNLA 2018 - Noregur
Leiðtoganámskeið fyrir ungar stúlkur
Soroptimist Nordic Leadership Academy (SNLA) er samstarfsverkefni Norðurlandanna og það voru sænskir soroptimistar sem héldu fyrsta leiðtoganámskeiðið í Öland í Svíþjóð árið 2017. Noregur tók síðan við keflinu og annaðist námskeiðið 2018 og nú er komin röðin að Finnlandi.
Markmið námskeiðsins er að efla leiðtogafærni ungra kvenna, undirbúa þær fyrir hugsanlegar stjórnunarstöður og efla tengslanet þeirra.
Námskeiðið verður haldið í Hilmiranta, Rauma í Finnlandi 23.-29. júní og dagskráin mun byggjast upp af hópvinnu til að efla faglega þróun, leiðtogahæfileika og rökræður ásamt núvitund, jóga, dans, söng og auðvitað sauna. Þátttakendur fá frítt uppihald (húsnæði og 3 máltíðir á dag) og allan ferðakostnað greiddan.
Umsækjandi þarf að:
- Vera ung stúlka á aldrinum 20-30 ára.
- Búa yfir góðri enskukunnáttu, bæði skriflegri og munnlegri.
- Soroptimistaklúbbur (systir) þarf að mæla með umsækjandanum.
- Stunda háskólanám eða hafa lokið slíku námi og vera á vinnumarkaði (ekki skilyrði).
- Hafa áhuga á að efla leiðtogahæfni sína og fara út fyrir þægindarammann.
- Vilja bæta heiminn.
- Æskilegt er að hafa verið í einhvers konar ábyrgðarstöðu, annað hvort í námi eða starfi.
Ferli við val á þátttakendum:
- Soroptimistasystur koma með ábendingar um mögulega þátttakendur sem uppfylla ofangreind skilyrði.
- Mögulegir þátttakendur verða kallaðir í staðlað viðtal við fulltrúa okkar á Íslandi.
- Að hámarki 10 og að lágmarki 4 fara í annað viðtal sem er símaviðtal við fulltrúa þess lands sem heldur námskeiðið.
- Norrænu fulltrúarnir þurfa allir að samþykkja val á þátttakendum.
- Hvert þátttökuland er ábyrgt fyrir því að tilkynna öllum umsækjendum niðurstöður á valinu.
Árið 2018 fóru fimm stúlkur á vegum Soroptimistasambands Íslands til Noregs og þrjár stúlkur fóru frá Íslandi til Svíþjóðar árið 2017. Umsagnir þeirra voru sérstaklega góðar og stúlkurnar hafa eindregið mælt með þátttöku.