Nýr Soroptimistakúbbur stofnaður á Íslandi
Þann 24. nóvember 2024 var stofnaður Soroptimistasklúbbur á Vestfjörðum. Um er að ræða e-klúbb sem er sá fyrsti á Íslandi. Í klúbbnum er 21 kona. Á stofnfundinum voru tólf konur mættar á Ísafirði, tvær í Hamraborginn, en aðrar voru dreifðar um landið og ein þeirra stödd erlendis.
Hafdís Karlsdóttir forseti Evrópusambands Soroptimista afhenti Hörpu Guðmundsdóttur formanni stofnskrá klúbbsins. Ásgerður Kjartansdóttir í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur og guðmóðir klúbbsins kynnti stofnfélaga. Sigrún Þorgeirsdóttir forseti Soroptimistasambands Íslands (SIÍ) flutti ávarp. Sigríður Kr. Gísladóttir annar varaforseti SIÍ flutti ávarp fyrir hönd Soroptimista. Rafrænt fyrirkomulag gefur fyrirheit um mikinn sveigjanleika í klúbbastarfinu þar sem konur eru ekki bundnar við ákveðinn fundarstað. Fjöldi erlendra Soroptimista fylgdist með, þar á meðal systur í útbreiðslunefndum Grikklands og Noregs en þar eru í undirbúningi stofnun rafrænna klúbba. Með stofnun e-kúbbsins er fjöldi Soroptimistakúbba á Íslandi orðinn 20 og dreifast þeir um landið. Soroptimistasystur á Íslandi eru þar með orðnar um það bil 650 talsins.