Skip to main content

Sept 2023 - Ávarp forseta SIE

sept 2023

Grípum til aðgerða!/From 'Out of Office' to 'On a Mission'

Öll Evrópa hefur neyðst til að horfast í augu við raunveruleikann. Í september þurftum við að taka okkur tak og láta hendur standa fram úr ermum. Í sumar áttum við ekki allar þess kosts að slaka á daga sem nætur því sums staðar í Evrópu minnti hin óblíða náttúra á sig með erfiðum náttúruhamförum. Þessi skilaboð mín geta snert verr þær konur sem urðu fyrir barðinu á þeim.

Á Alheimsþingi Soroptimista í Dublin var ljóst að komandi tímar verða krefjandi. Þess vegna verðum við að bregðast við með því að:

  • Hætta að hefta konur en auka heldur þátttöku þeirra í ákvarðanatöku í þjóðfélaginu
  • Auka þátttöku kvenna í friðarviðræðum
  • Fá fleiri konur til að notfæra sér gervigreind, sem hingað til hefur fremur verið miðuð við karlmenn
  • Svara kalli verðandi Alheims forseta Siew Yong um að stuðla að sjálfbærni í umhverfismálum

Já það er þrýst fast á breytingar!

Mary Robinson fyrrverandi forseti Írlands og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna fullyrðir að loftslagsbreytingar „séu af mannavöldum og krefjist feminískra lausna“. Tökum til hendinni sem fagmenn og lítum framhjá kynbundnu hlutverki. Förum út fyrir þægindarammann í nafni Soroptimistahreyfingarinnar: Stöndum upp fyrir konur vegna loftslagsbreytinga.

Við Soroptmistar höfum þegar sannað hve sterkar við erum sameinaðar og öll gögn styðja að við höfum með góðum árangri „endurbyggt, endurhugsað, endurskapað” og fært samtök okkar á nýjan stað. Við höfum sett Soroptimista í forsvar og kynnt okkur sem framúrskarandi og kraftmikil samtök.

Tökum áskorunum Dublinarfundarins.  Verum faglegar, tökumst á við loftslagsbreytingar  og gerum heiminn að betri stað fyrir konur og stúlkur.

Mary Robinson staðhæfði í erindi sínu að á heimsvísu væru konur fjórtán sinnum líklegri en karlmenn til að deyja af völdum náttúruhamfara. Þar að auki sýna tölur frá Sameinuðu þjóðunum að konur eru 80% loftslagsflóttamanna og yfirleitt sé erfiðara fyrir fátækar konur að ná sér efnahagslega eftir áföll vegna loftslagsbreytinga en fyrir karlmenn.

Gerum þessar ósýnilegu konur sýnilegar. Stöndum upp fyrir þessum konum sem harðast verða úti.

Við vitum hvað við getum, sýnum það!

Ykkar einlæg,

Carolien Demey

Forseti SIE 2021-2023