Skip to main content

Haustfundur Laugarbakka 2023

20230930 141353 DxO tilb

Haustfundur 2023 var haldinn á Laugarbakka 30. september. Sigrún Þorgeirsdóttir forseti Soroptimistasambands Íslands setti fundinn. Guðrún Lára Magnúsdóttir fv forseti SI var fundarstjóri.

Ýmis erindi voru flutt.

Sigrún Þorgeirsdóttir forseti fjallaði um verkefni Soroptimista, Kristjana Jónsdóttir varaforseti var því miður fjarverandi.

Ásgerður Kjartansdóttir formaður útbreiðslunefndar ræddi um útbreiðslumál. 

Verkefnaval klúbba sem tengist markmiðum Soroptimista og heimsmarkmiðum SÞ var rætt í hópavinnu og niðurstöður dregnar saman.

Margrét Kjartansdóttir, lögfræðingur og samskiptastjóri hjá Úrvinnslusjóði flutti erindi um umhverfismál.

Saman sem ein nefndist erindi Hafdísar Karlsdóttur verðandi forseta Evrópusambands Soroptimista (SIE). Hún fær forsetakeðjuna afhenta 22. október nk. Hafdís spurði "af hverju er ég/þú Soroptimisti?". Hún segir styrkleika klúbba felast í verkefnunum, virkum konum og vináttu. Tökum allar með og göngum saman til góðra verka. 

Kristín Hermannsdóttir og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir sendifulltrúar fjölluðu um Evrópusamband Soroptimista og sögðu frá nýju merki Soroptimista.

Þær Anna Hugrún Jónasdóttir verkefnastjóri og Sigríður Kristín Gísladóttir varaforseti fræddu systur um Alþjóðasamband Soroptimista, heimsþingið í Dublin og áherslur í 16 daga átakinu Roðagyllum heiminn.

Hátíðarkvöldverður var að fundi loknum og sáu Reykjavíkursystur um veislustjórn.