Ávarp nýkjörins forseta SIE, Carolien DEMEY

f

Búið er að þýða ávarp nýkjörins forseta SIE  2021-2023 Carolien DEMEY sem birtist í októberhefti Link 2021. 

Kæru Soroptimistasystur,

Það gerir mig auðmjúka að hefja tveggja ára stjórnarsetu í miðjumhátíðarhöldum hundrað ára afmælis.Það sem frumkvöðlamæður okkar náðu fram fyrir nákvæmlega eitt hundrað
árum var einstætt og handan allrar áskorunar. Allra fyrstaSoroptimista-verkefnið var að "Bjarga Rauðviðarskóginum"; þá fylltukonur liði og mótmæltu á tímum þegar einungis karlar máttu, eða fremurþorðu. Þær tóku sér ákvörðunarvald á þeim tímum sem þær töldust ekkihafa færni né getu til að kunna að velja. Þær stigu ekki bara út úr þægindarammanum, heldur sköpuðu þær félagssamtök sérsniðin til handa fagmenntuðum konum. Á tímum sem sumar fagstéttir hleyptu ekki konum inn í raðir sínar! Draumur minn, hundrað árum síðar, er enn sá að hver kona skuli eiga völ á hvernig hún hagaði lífi sínu, menntun sinni, frama, líkama, hvernig hún klæðist, hvað hún stendur fyrir og leggur fram til samfélagsins ... og þetta er enn það sem Soropimistahugsjónin snýst um.

Einurð og tryggð þessara frumkvöðlakvenna vakti með mér löngun til að helga dagskrá Tveggjaára-tímabilsins, og þá vekja sérstaka athygli á, grunnstoðum félagskapar okkar: hverjar við erum og hvað við stöndum fyrir. Með því horfum við til innsta kjarna Soroptismahugsjónarinnar. Ég tel að þetta geri okkur sýnilegri og auðþekkjanlegri sem félagssamtök kvenna sem einsetja sér að leysa kraft kvenna og stúlkna úr læðingi með því að mennta, valdefla og gera þeim allt fært. Á þessu Tveggjaára-tímabili Stöndum við ekki bara með konum, heldur þér, til að gera þig stolta af að vera Soroptimistasystir sem flytur skilaboð með einni alheimsrödd og er heyrð og skilin um víða veröld. Og með að gera svo myndum við nánd og tryggjum að framtak okkar sé verðugt verkefni og njóti forgangs.

Veröldin hefur skundað inn í nýtt tímabil. Frá sýndarveruleika vinnum við nú í bland, þ.e. bæði í sýnd og raun, hófum strax "nýjan vana", sem er ekki svo vanalegt lengur. Við skulum auka og efla tækifæri okkar til að ná árangri á þessum tímum síbreytinga. Sigrumst á tilfinningu um efasemdir, verum ekki tvístígandi sem má vera að þú sért að finna fyrir á síðKóvíd-tímum. Fyllumst eldmóði frumkvöðlakvennanna fyrir hundrað árum, sem stukku galvaskar fram eftir heimsstyrjöldina þó með umtalsvert færri úrræði í höndum en við höfum nú.

Við VITUM að saman getum við það; SÝNUM að við getum og gerum það núna!

Ég treysti því að við fögnum allar af alhug næstu hundrað árum í baráttuanda mæðra okkar úr landnemastétt, og þjörmum að öllum hindrunum.

Áfram gakk!

Ykkar einlæg,
Carolien DEMEY,
SIE forseti 2021-2023

 

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu