Styrkur til Sigurhæðaverkefnis
Við í Soroptimistaklúbbi Suðurlands tókum í morgun við styrk að upphæð kr. 1.500.000 af sameiginlegri fjárveitingu dómsmálaráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins til verkefna sem hafa baráttuna gegn ofbeldi að markmiði.
Styrkurinn er til SIGURHÆÐA, þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi, sem við erum að undirbúa og munum opna á nýju ári. Allt er á fullu hjá okkur við undirbúninginn sem gengur framar öllum vonum.