Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Soroptimistar um allan heim vekja athygli á 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Yfirskriftin í ár er: Allar sem ein eða Each for Equal.

„Allar sem ein“ þemað þýðir að ef allir eru jafnréttháir þátttakendur þá ríkir jafnrétti. Við erum öll ábyrg fyrir eigin hugsunum og athöfnum - allan daginn, alla daga.

Við getum með virkum hætti ögrað staðalímyndum, barist gegn hlutdrægni, aukið skilning, bætt aðstæður og fagnað árangri kvenna.

Sameiginlega, getum við öll hjálpað til við að skapa heim þar sem ríkir kynjajafnrétti. Við skulum öll vera Allar sem ein.

Jafnrétti er ekki einkamál kvenna, það kemur öllum við. Jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt til þess að hagkerfi og samfélög dafni. Heimur þar sem jafnrétti kynja ríkir er heilbrigðari, auðugri og í slíkum heimi ríkir samhljómur - og hvað er ekki frábært við það?

Við berjumst fyrir jafnrétti kynja í stjórnunarstöðum fyrirtækja og ríkisstjórnum og jöfnum fréttaflutningi um konur og karla í fjölmiðlum. Við viljum jafnrétti kynja á vinnustaðnum, jafna umfjöllun í íþróttum, aukið jafnrétti kynjanna í heilsu og auðsæld og við skulum láta það gerast. Verum Allar sem ein #EachforEqual.

Þema herferðarinnar 2020 er dregið af hugmyndinni um sameiginlega einstaklingshyggju. Við erum öll hluti af heildinni. Sérstakar aðgerðir okkar, samtöl, hegðun og hugarfar geta haft áhrif á stærra samfélag okkar. Sameiginlega getum við gert þær breytingar sem þarf. Við getum hvert og eitt okkar hjálpað til við að skapa jafnan heim kynjanna.

Lesið meira um átakið á vefsíðunni:

https://www.internationalwomensday.com/Theme

Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu