Skip to main content

Styrkveiting til Barnaheilla og Stígamóta

Sigrún Þorgeirsdóttir forseti SIÍ afhendir Tótlu I. Sæmundsdóttur framkvæmdastjóra Barnaheilla styrk til verkefnisins SAFT. Drífa Snædal talskona Stígamóta tók jafnframt við styrk fyrir verkefnið "Sjúk ást".

Styrkveiting og stjórnarfundur í Hamraborg 10. desember 2024 á Mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Samkoman hófst með kaffisamsæti fráfarandi og tilvonandi stjórnar SIÍ á lokadegi átaksins "Roðagylum heiminn". Sigrún Þorgeirsdóttir forseti SIÍ afhenti samtökunum Barnaheill og Stígamótum styrk að upphæð kr 900.00 kr hvoru fyrir sig. Fjárhæðin er frá soroptimistaklúbbum á Íslandi auk mótframlags frá Soroptimistasambandi Íslands. Í ár var áherslan á stafrænt ofbeldi og baráttuna gegn því. Jóna Th. Viðarsdóttir færði fráfarandi forseta Sigrúnu gjöf frá stjórninni.