Skip to main content

Maí 2023 - Ávarp forseta SIE - Að hindra loftslagsbreytingar...í þágu kvenna!

Að hindra loftslagsbreytingar...í þágu kvenna! / Changing the climate…for WOMEN!

Hvert og eitt okkar veit að loftslagsbreytingar eiga sér stað. Við erum öll sannfærð um að mikilvægt sé að bregðast við og til þess að hafa áhrif verðum við öll að leggjast á árarnar.

Þótt konur séu ekki allar sannfærðar um þessar breytingar nú þegar, sjáum við Soroptimistar merki þess að neikvæð þróun á sér stað og af því að við eigum sæti við borðið, eins og hjá Sameinuðu þjóðunum (e. UN), Öryggisráði Evrópu (e. the Organization for Security and Co-operation in Europe) og Evrópuráðinu (e. Council of Europe), getum við lagt baráttunni lið.

Ef við hlýðum ekki viðvörunarbjöllunum eða bregðumst of seint við þeim geta afleiðingarnar orðið skelfilegar.

Okkur hafa borist fregnir af því að sífellt fleiri lönd séu að skerða réttindi kvenna og dragi um leið úr möguleikum þeirra til að standa vörð um eigin réttindi. Það var draumur minn sem verðandi forseti Evrópusambands Soroptimista (SIE) að innleiða stefnu til að skapa fleiri tækifæri fyrir konur og stúlkur, svo þær gætu tekið eigin ákvarðanir um menntun, makaval, starfsferil, klæðnað og lífshætti. Að þurfa að upplifa þessa afturför gegn kvenréttindum á meðan margar konur og karlar eru ekki einu sinni meðvituð um það, er áfall fyrir mig og allar konur sem vilja „það besta fyrir konur“ (e. We Stand Up for Women“ ).

Það var ekki fyrr en í þessum mánuði að Evrópuþingið (e. European parliament) fullgilti Istanbúlsamninginn. Hversu margar okkar áttuðu sig á að þetta væri fyrst að gerast nú?

Við skulum hafa á hreinu að rétt eins og með loftslagsbreytingar er aðeins hægt að stöðva vaxandi ofbeldi gegn konum með því að standa saman. Sem konur og Soroptimistar gerum  við okkur grein fyrir afturförinni og getum stöðvað viðsnúninginn með því að ná til annarra kvennasamtaka og standa saman.

Við erum sterkar, menntaðar og höfum alþjóðleg sambönd. Sameinaðar höfum við vald til að bregðast við, vekja athygli á, tala fyrir réttindum kvenna og sporna gegn loftslagsbreytingum!

Ykkar einlæg,

Carolien Demay,

Forseti Evrópusambandsins 2021 – 2023