Skip to main content

Ákall um stuðning við tyrkneska soroptimistasambandið, vegna jarðskjálftanna.

Carolien Demey - forseta SIE, barst ákall frá Sevil Koca, forseta tyrkneska landssambandsins, vegna náttúruhamfaranna í landinu.

Sevil býr í Adana sem er borg mjög nálægt upptökum skjálftanna. Allir þjóðvegir þaðan til hamfarasvæðanna eru skemmdir og eru því samskipti erfið. Tyrkneska landssambandið hefur þegar sett á laggirnar nefnd til að skipuleggja aðstoð þar sem hennar er þörf.  Sevil minnir á að enn eru margir fastir í rústum og ættingjar og vinir bíði og voni að þeir finnist. Tyrkneska sambandið óskar eftir stuðningi frá Soroptimistum í Evrópu.

Óskað var eftir því að bankaupplýsingar yrðu ekki birtar á samfélagsmiðlum og því geta systur sem styrkja vilja tyrkneska landssambandið nálgast IBAN númer og aðrar upplýsingar á innri vefnum okkar.