Janúar 2023 - Ávarp forseta SIE - Gefðu þér tækifæri
Gefðu þér tækifæri / Take a chance on yourself
Forseti Soroptimistasambands Evrópu ræðir um auknar væntingar sem fylgja nýju ári og hvernig hægt er að ná árangri árið 2023.
Nýtt ár, ný vika, nýr dagur.
Með nýju ári koma ný tækifæri. Tækifæri til að gera betur, yfirstíga hindranir fyrra árs, vikunnar á undan eða jafnvel gærdagsins. En með því að horfa fram á við og hugsa út fyrir kassann verðum við þá færari um að skapa okkur bjartari framtíð?
Nýtt ár færir okkur hvorki töfralausnir né uppfyllir metnað sjálfkrafa. Það er í okkar höndum, hvernig við tökumst á við væntingar sem við gerum til okkar og annarra. Það er undir okkur komið hvernig til tekst. Það er undir okkur komið hvernigtil tekst. Enginn byrjar nýtt ár með autt blað. Við getum ekki hundsað það liðna. Við þurfum alltaf að takast á við fortíðina með þeim væntingum sem við gerum og skoða það sem vel tókst eða mistókst. Aðeins ein leið er í boði, að taka það beast af því sem á undan er komið og halda áfram. Snúið ekki blaðinu strax við, heldur lesið yfir síðustu blaðsíðurnar, veltið þeim fyrir ykkur og lærið af þeim til halda áfram með góðum ásetningi fyrir sjálfar okkur og aðra.
Margir Soroptimistar eru að byrja árið í nýju hlutverki með nýjum forsetum eða stjórnarmönnum klúbba. Þessum breytingum fylgja væntingar. Þeim sem farnast best hunsa ekki fortíðina, heldur byggja á því sem forverarnir áorkuðu eða reyndu að ná. Sýnið því virðingu sem á undan er komið.
Allar vitum við að breytinga er þörf af þeirri einföldu ástæðu að heimurinn er stöðugt að breytast. Þetta þýðir ekki að forverar okkar hafi haft rangt fyrir sér, heldur að veruleiki nú er annar en í þeirra tíð.
Ég býð ykkur að taka þeim breytingum sem eru í vændum fagnandi þegar nýrri síðu er bætt við þessa frábæru bók sem við erum að skrifa saman.