Skip to main content

Norrænir vinadagar í Kalmar 22. september til 25. september 2022

22.9. - Flogið var til Kaupmannahafnar og rúta tekin til Kalmar. Systur komu sér fyrir á Best Western hótelinu í Kalmar og borðuðu saman kvöldmat.

23.9. - Skoðunarferð um Suður-Öland fyrir hádegi

Það var einstaklega áhugavert og margt að sjá í ferð okkar til Öland, sem er eyja tengd við Kalmar með 6 km langri brú. Fararstjóri var Ann-Christin Bayard formaður Soroptimistaklúbbsins í Kalmar. Ekið var um suður hluta Öland, sem er á skrá UNESCO. Ástæðan er óvenjulegur líffræðilegur fjölbreytileiki, forsaga svæðisins og hvernig maðurinn hefur lagað sig að náttúrulegum aðstæðum. Í grundvallaratriðum er landslag Suður-Ölands frábrugðið öðrum stöðum á jörðinni. Það má að hluta til rekja til kalksteins berggrunns, milds loftslags og landfræðilegrar legu sem hefur skapað einstakar aðstæður fyrir líf á eyjunni og að hluta til vegna áhrifa Ölandsbúa á héraðið í þúsundir ára, allt frá steinöld.

Við ferðuðumst um „Stora Alvaret“ sem er kalksteins slétta, fjórðungur af yfirborði eyjarinnar og sú víðáttumesta sinnar tegundar í Evrópu. Vegna þessara aðstæðna er þar mikið úrval plantna og dýra, þar á meðal margar sjaldgæfar plöntutegundir sem ekki finnast annars staðar og um 35 tegundir brönugrasa (eða orkídea) finnast á eynni. Dýralífið einkennist af fjölskrúðugu fuglalífi og á hverju vori flykkjast fuglaáhugamenn til eyjarinnar þegar von er á komu farfugla. Fjöldi skordýrategunda er mikill á Öland einkum með tilliti til fiðrildafánunar sem þykir einstök. Margar fallegar strendur eru einnig á svæðinu. Öland er vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

Skoðunarferð um Kalmar eftir hádegi.

Boðið var upp á skoðunarferð um miðborg Kalmar. Þar var m.a. gengið um gamla bæinn sem er frá miðöldum, borgarhlið frá árinu 1658 skoðað og einnig borgarveggur frá 17. öld. Kalmar er verulega fallegur bær sem gaman er að heimsækja.

Um kvöldið var grillveisla í leikhúsinu í Kalmar sem er frá árinu 1863. Þar skapaðist gott tækifæri til að hitta soroptimista annars staðar frá. Meðal skemmtiatriða var að systur frá hverju þátttökulandi sungu á sínu frummáli. Íslenski hópurinn tók þessu nokkuð alvarlega og gat ekki haldið sig við eitt lag. Sungum við m.a. Ríðum, ríðum, rekum yfir sandinn. Var víkingaklappið tekið í lokinn við mis mikla hrifningu landans.

24.9.  Fundurinn haldinn í fallegri byggingu við höfnina, Skeppsbrokajen.

Á fundinn í Kalmar komu um 240 systur frá 13 löndum og 72 klúbbum. Frá Íslandi komu 49 þar af tveir makar. Yfirskriftin var „Women Work Wellbeing – Gender equality and peace“.

Kveikt var á kertum og systur boðnar velkomnar. Síðan var gengið til dagskrár.

  • Anna Thore frá borgarstjórn Kalmar bauð systur velkomnar.
  • Catherine Hesssel-Westling kynnti sögu Kalmar á skemmtilegan hátt.
  • Carolien Demey forseti Evrópusamband Soroptimista tók til máls. Velti hún því fyrir sér hvernig samtökin geti orðið eftirsóknaverðari (more attractive). Hún lagði áherslu á að ekki megi skilja neinn eftir, að efla þurfi menntun og að valdefla konur. Hún sýndi myndir af flóttamönnum frá Úkraínu og ræddi verkefnið „Stand up, step forward“. Einnig minntist hún á „Orange days“ / Roðagyllum heiminn.
  • Ulla Madsen frá Danmörku talaði um rödd okkar hjá Sameinuðu þjóðunum.
  • Gertrid Aaström & Ann-sofie Lagercrantz fjölluðu um rétt kvenna og mannlega reisn.
  • Cecilia Wallenbo ræddi um að ferðalög styðja við jákvæða breytingu hjá konum
  • e.How tourism supports positive change for women.
  • Linda Liljeberg fór í tímaflakk í hlutverki Jenny Nyström.
  • Miyaby Holm „Bahini – Empowering women with growth and independence through Fair Trade and Education“
  • Verk gler listamannsins Ellen Ehk Aakesson voru kynnt.
  • Sagt var frá ráðstefnu fyrir ungar konur á Norðurlöndum, sem haldin var á Bifröst s.l. sumar.
  • SNLA í 5 ár. Horft til baka og til framtíðar.
  • Happdrætti fór fram.

Að lokum var sænsku undirbúningsnefndinni þökkuð gott starf og fulltrúar Danmerkur kynntu sig til leiks fyrir næsta Norræna vinamót Soroptimista.

Veisla í Kalmar kastala.

Kastalinn var reistur fyrir 800 árum og var hann lengi mikilvægt vígi vegna staðsetningar sinnar, rétt fyrir norðan landamæri Svíþjóðar og Danmerkur í þá daga. Þar undirritaði Margrét Valdemarsdóttir drottning Kalmar sáttmálann 1397, um sameiningu Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs og stóran hluta Finnlands, sem gilti til ársins 1523. Kastalinn er táknmynd Kalmar. Kastalinn er mjög tilkomumikill bæði að utan sem innan. Konum var raðað til borðs og svo skemmtilega vildi til að Carolien Demey forseti Evrópusambands Soroptimista sat skáhalt á móti mér. Maturinn var mjög bragðgóður og spiluð var klassísk tónlist undir borðum.

Um Soroptimistaklúbb Kalmar

Klúbburinn var stofnaður árið 1977. Enn eru margir stofnfélaganna virkir í starfi klúbbsins. Meðlimir eru u.þ.b. 30 talsins og hittast mánaðarlega. Frá árinu 2008 hefur stærsta verkefni klúbbsins verið vatnsöflun í Mali, Vestur-Afríku. Klúbburinn er í samstarfi við club Espoir de Bamako í Mali og fjármagnar brunna í þremur þorpum. Þannig verður mögulegt að planta ávaxtatrjám og fer söluandvirðið í skóla og til heilsugæslu. Í Svíþjóð eru u.þ.b. 63 klúbbar starfandi.

Ingibjörg Halldórsdóttir upplýsingafulltrúi

Komið til Kaupmannahafnar

Landslag á leiðinni til Kalmar

Hressing

Ráðstefnupokinn

Borðhald á hótelinu

Miðbær Kalmar

Miðbær Kalmar

Miðbær Kalmar

Miðbær Kalmar

Formaður Kalmar-klúbbsins, Ann-Christin sem leiðsagði okkur um Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Frá Öland

Gömul mylla á Öland

Leiðsögn um miðbæ Kalmar

Grillveisla í leikhúsi

Grillveisla í leikhúsi

Grillveisla í leikhúsi

Fundurinn

Fundurinn

Fundurinn

Fundurinn

Fundurinn

Fundurinn

Fundurinn

Undirbúningsnefndin heiðruð

Undirbúningsnefndin heiðruð

Undirbúningsnefndin heiðruð

Danska sendinefndin býður til næstu Norrænu vinadaga

Borðhald í Kalmar kastala

Borðhald í Kalmar kastala

Forsetakeðjan