Janúar 2022 - Ávarp forseta SIE, Carolien Demey.
Gleðilegt nýtt ár! Framtíð Soroptimista felst í sveigjanleika og sköpunargáfu. Það er lykill að árangri. En hvers vegna?
Að fletta dagatalinu og hefja nýtt ár breytir ekki öllu sjálfkrafa til hins betra. Ásetningur getur markað upphafið að einhverju góðu eða jafnvel frábæru. Áramót eru tilvalin til þess að setja fram góðar hugmyndir og ályktanir og leggja mat á það liðna í starfinu. Ánægðar systur smita út frá sér og gera samtökin meira aðlaðandi fyrir nýja félaga.
Enn hefjum við nýtt ár á krefjandi tímum og ættum að hafa hugfast „að hjálpa hver annarri“. Engar töfralausnir eru til, aðeins mögulegar og sveignanlegar lausnir. Þetta verður ekki gert í einu skrefi, við tökum framförum og lögum okkur að leiðinni og breytum henni jafnvel. Að skapa betri framtíð krefst sköpunar í núinu (Matthew Goldfinger). Lesa meira...