Styrkir til Sigurhæða og Kvennaráðgjafar

Soroptimistasamband Íslands styrkir verkefni til Kvennaráðgjafar fyrir konur og Sigurhæðir sem er ný þjónusta á Suðurlandi fyrir þolendur kynbundins ofbeldis.
Í dag, 10. desember, á Alþjóða mannréttindadeginum sem jafnframt er dagur Soroptimista í heiminum, afhenti Guðrún Lára Magnúsdóttir Forseti Soroptimistasambands Íslands þeim Margréti Steinarsdóttur hjá Kvennaráðgjöfinni og Hildi Jónsdóttur og Jónu Ingvarsdóttur hjá Sigurhæðum styrk að upphæð kr 1.600.000. fyrir hvort verkefni. Styrkirnir eru afrakstur söfnunar allra 19 soroptimistaklúbba á Íslandi auk mótframlags frá Landssambandi Soroptimista. Til styrktar verkefnunum seldu soroptimistar appelsínugul blóm eða annan appelsínugulan varning, fóru í ljósagöngu og vöktu athygli á 16 daga átakinu „Roðagyllum heiminn, Soroptimistar segja nei við kynbundnu ofbeldi“ með greinaskrifum. Einnig voru byggingar í heimabyggð klúbba lýstar upp með appelsínugulum lit.
Við afhendingu styrkjanna tóku þær Hildur Jónsdóttir frá Sigurhæðum og Margrét Steinarsdóttir hjá Kvennaráðgjöfinnin til máls. Báðar lýstu ánægju sinni með styrkveitinguna. Fram kom í máli Margrétar hve mikilvægur stuðningurinn væri fyrir starfsemi Kvennaráðgjafarinnar.
Soroptimistasamband Íslands
Hamraborg 10, 200 Kópavogi

 

Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Efst á síðu