Skip to main content

Framlag íslenskra Soroptimista til vatnsverkefnis alþjóðaforseta

Alþjóðaforseti Soroptimista stendur fyrir verkefni sem nefnist Konur, vatn og forysta eða Women, Water and Leadership. Soroptimistar á Íslandi, bæði klúbbar og einstaklingar, voru hvattir til að leggja hönd á plóginn og leggja aukalega til verkefnisins. Ríflega 900 þús. kr. söfnuðust og var framlagið afhent Hafdísi Karlsdóttur sem er aðstoðarverkefnastjóri alþjóðasambands Soroptimista.

Forseti alþjóðasambandsins ákveður hvert afrakstur framlaga rennur og eru þrjú verkefni í gangi nú þegar: Mwihoko-konur í Keníu, WeWash í Búlgaríu og Hreint vatn fyrir dreifbýlið í Malasíu. Einnig er undirbúningur hafinn við fjórða verkefnið en það verður í Sulawesi í Indónesíu og er uppbygging eftir jarðskjálftann og flóðbylgjuna sem urðu þar í lok september 2018.