Haustfundur SIÍ 2020
Haustfundur Soroptimistasambands Íslands, SIÍ, var haldinn 26. september 2020. Fundurinn var eingöngu veffundur að þessu sinni. Um 200 konur í samtökunum tóku þátt og fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir.
Þar á meðal voru erindi frá félagskonum SIÍ ásamt frásögnum um samstarf við önnur Norðurlönd og tenging samtakanna við Sameinuðu þjóðirnar. Fulltrúi Soroptimista í Svíþjóð sendi erindi og verkefnastýra Bjarkarhlíðar sagði frá starfi sem þar fer fram. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri ávarpaði fundinn og minnti á fjölgun tilkynninga um ofbeldi á tímum COVID-19. Hún óskaði Soroptimistum velfarnaðar í áframhaldandi starfi sem felst meðal annars í að berjast gegn kynbundnu ofbeldi.
Í fundarlok fóru fram stjórnarskipti þar sem Ingibjörg Jónasdóttir, sem verið hefur forseti SIÍ í tvö ár, lét af störfum og Guðrún Lára Magnúsdóttir tók við en hún var kosin til að gegna embætti forseta til 2022.