Skip to main content

Nóv/des 2023 - Ávarp forseta SIE

Breytingum fagnað: Horft yfir farinn veg og fram í tímann. - e. Embracing change: Looking inside and beyond.

Hafið þið einhverntíma hugleitt hvað varð til þess að ég fór að skrifa greinar reglulega í The Link á forsetatímabili mínu sl. tvö ár og ná þannig eyrum ykkar? Svarið er einfaldara en ætla mætti:

  • Vegna þess að ég heyrði í ykkur og hlustaði á ykkur
  • Ég sá til ykkar, hverju þið unnuð að, hvaða efni þið settuð á oddinn og hvað þið gáfuð upp á bátinn
  • Ég skildi ykkur einnig, efasemdir ykkar, viðurkenningu, kvartanir og vísbendingar
  • Loks fann ég fyrir ykkur, stolti ykkar, ákafa og óánægju

Það sem knýr okkur allar áfram eru áform okkar. Við tjáum okkur ekki fyrr en við höfum hlustað, og skrifum ekki fyrr en við höfum lesið. Við fögnum nýjum hugmyndum og erum sammála að takast á um skoðanir – sem er jafnvel fyrsta atriði í hverri formannsstefnu sem deilt er með öllum nýjum klúbbum. Þegar allt kemur til alls lifum við eftir einu uppáhalds mottói mínu: Þar sem allir hugsa líkt hugsar í raun enginn.

Engin kona getur fullyrt að hafa alltaf verið skilin rétt, aldrei verið strítt, verið fórnarlamb slúðurs, eða gefið heiðarlegt svar sem var viljandi rangtúlkað. Þar er ég engin undantekning. Að gefa sér eitthvað er miklu auðveldara en að spyrja og ræða og það er tímabært að snúa baki við þeim viðhorfum.

Sem grasrótarsamtök viljum við láta hlusta á okkur, skilja okkur og vera virkar á ráðstefnum -  kappkosta aukna viðurkenningu og sýnileika sem talsmenn kvenna og stúlkna. Þess vegna ættum við að leggja meiri áherslu á að standa saman. Senn líður að Evrópukosningum og við sem kvennahreyfing munum takast á við miklar áskoranir. Með tilliti til stöðu okkar sem ópólitískra samtaka getum við ekki samþykkt afturför á réttindum kvenna. Við getum ekki litið fram hjá óendanlegum möguleikum gervigreindar (AI). Hvort munum við heldur taka undir það að gervigreind sé í eðli sínu hlutdræg í þágu hvítra karla eða vinna markvíst gegn þessum kynjamismun? Þrátt fyrir allt munum við ekki koma okkar sjónarhorni á framfæri með slagorðum. Sem talsmenn valdeflingar ættum við að láta verkin tala.

Berið út síðustu skilaboðum mínum til ykkar sem forseti, ekki eingöngu meðal Soroptimista heldur jafnframt út fyrir samtök okkar. Nýsköpun er mér eðlislæg og mér er umhugað um að koma auga á breytingar og fanga tækifæri. Ég mun aldrei hætta að berjast fyrir nýungum innan okkar ástkæru samtaka.

Við erum í öruggum höndum með nýrri forystu næstu tvö ár. Ég óska nýrri stjórn velfarnaðar í störfum sínum við að stýra bæði fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum atburðum. Eins og Elenor Roosevelt sagði: “A woman is like a tea bag; you never know how strong it is until it’s in hot water.”

Eða eins og komist var að orði í æsku minni: „Plue est en vour“ sem þýða má þannig: Þú býrð yfir meiru en þú heldur. Þetta hvetur okkur allar til að grafa eftir duldum hæfileikum og vera besta útgáfan af okkur sjálfum.

Bestu kveðjur, 

Carolien Demey

Forseti SIE 2021-2023