Skip to main content

Styrkir til Bjarmahlíðar og Kvennaathvarfsins á Akureyri

Að venju veitti forseti Soroptimistasamband Íslands (SI) styrki þann 10. desember á lokadegi 16 daga átaksins "Roðagyllum heiminn".  Að þessu sinni fengu Bjarmahlíð og Kvennaathvarfið á Akureyri myndarlega styrki, sem Sigrún Þorgeirsdóttir forseti SI afhenti. Hvor aðili fékk kr 1.800.000. Bjarmahlíð og kvennaathvarfið á Akureyri nýtast konum á Norðurlandi-vestra, Norðurlandi-eystra og á Austfjörðum. Fjárhæðin kom frá soroptimistaklúbbum á Íslandi auk mótframlags frá Soroptimistasambandi Íslands.

Kristín Snorradóttir teymisstjóri kom frá Bjarmahlíð og var hún afar þakklát fyrir stuðninginn (Mynd 1). Fjárhæðin verður  meðal annars notuð til að byggja upp námskeið og í stuðning við stúlkur á aldrinum 16 til 18 ára.

Sandra Valsdóttir teymisstjóri  Kvennaathvarfsins á Akureyri komst ekki en Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tók á móti styrknum í hennar stað (Mynd 2). Hún var afar  þakklát fyrir stuðninginn við starfið fyrir norðan. Þar er verið að auka við starfsemina og nú er haldið úti vakt alla daga vikunnar frá morgni til miðnættis.

Fyrsta      Önnur

 Þriðja       Fjórða